Brjálaður yfir brotinu á Gylfa og býst ekki við að Gylfi spili með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Marco Silva. Vísir/Getty Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43
Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00
Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24