Brjálaður yfir brotinu á Gylfa og býst ekki við að Gylfi spili með íslenska landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. nóvember 2018 09:30 Gylfi Þór Sigurðsson og Marco Silva. Vísir/Getty Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Marco Silva, knattspyrnustjóri Everton, var allt annað en sáttur með meðferðina sem íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson fékk á Stamford Bridge í gær. Jorginho, leikmaður Chelsea, fékk þá að halda áfram leik þrátt fyrir að klippa Gylfa gróflega niður. Flestir eru sammála að Jorginho hafi átt að fá rautt spjald en hann fékk bara gult. Atvikið gerðist í fyrri hálfleik í þessu markalausa jafntefli Chelsea og Everton en Everton liðið hefði verið í allt annarri og betri stöðu ef að Jorginho hefði þarna þurft að yfirgefa völlinn. Í stað þess að vera manni færri í meira en einn hálfleik þá hélt ítalski miðjumaðurinn áfram leik. Silva expects Gylfi Sigurdsson to miss #Iceland upcoming games with Belgium and Qatar. “Did you see the tackle by Jorginho? I hope we don't lose him for the next matches. I think he's not in a condition to play for the national team. Let's see in the next days.” #EFC — The Most GuardioLa (@frankewusi123) November 11, 2018Gylfi lá lengi sárþjáður í grasinu en stóð upp aftur og hélt áfram leik. Gylfi dugði fram í seinni hálfleik en yfirgaf síðan leikvanginn í spelku. Það muna kannski margir eftir því þegar Gylfi meiddist á síðustu leiktíð. Líkt og í gær þá hélt hann áfram leik eftir meiðslin en seinna kom alvarleiki þeirra betur í ljós. Vonandi er harka Gylfa ekki að fela önnur slík slæm meiðsli nú. Marco Silva skammaðist yfir brotinu á Gylfa eftir leik. „Sáuð þið þessa tæklingu hjá Jorginho? Ég vona að ég missi Gylfa ekki fyrir næstu leiki okkar. Ég held að hann sé ekki í ástandi til að geta spilað þessa tvo landsleiki með Íslandi. Við sjáum það betur á næstu dögum,“ sagði Marco Silva. Þetta var líka ekki góð helgi fyrir íslenska landsliðið því Jóhann Berg Guðmundsson meiddist einnig í leik með Burnley og verður því ekki með íslenska landsliðinu á móti Belgíu og Katar.Klippa: Brot Jorginho á Gylfa Þór
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43 Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00 Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Í beinni: Fram - Valur | Valsmenn geta sett pressu á Víkinga Íslenski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Gylfi haltraði af velli í dag - Landsleikirnir í hættu? Gylfi Þór Sigurðsson haltraði af velli í leik Chelsea og Everton í dag en hann varð fyrir ljótri tæklingu frá Jorginho í leiknum í dag. 11. nóvember 2018 18:43
Mark Clattenburg: Átti að fá rautt spjald fyrir brotið á Gylfa Mark Clattenburg, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, skrifar um það í pistli sínum í Daily Mail, að Chelsea-maðurinn Jorginho hefði átt að fara útaf með rautt spjald eftir brotið á Gylfa Þór Sigurðssyni í fyrri hálfleik í markalausu jafntefli Chelsea og Everton á Stamford Bridge í gær. 12. nóvember 2018 09:00
Gylfi yfirgaf Brúna í spelku Gylfi Þór Sigurðsson yfirgaf Stamford Bridge í dag í spelku en hann meiddist í leiknum og þurfti að yfirgefa völlinn. 11. nóvember 2018 21:24