Bandaríkjamenn sagðir hafa undirbúið ákæru gegn Assange Samúel Karl Ólason skrifar 16. nóvember 2018 08:48 Julian Assange. AP/Frank Augstein Saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Svo virðist sem að um mistök hafi verið að ræða. Saksóknarinn í málinu er sá sami og hefur verið með Assange til rannsóknar. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Á öðrum stað stóð að vegna aðstæðna Assange og hver hann væri þyrftu skjölin að vera innsigluð svo það yrði ekki opinbert að hann hefði verið ákærður. Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst af hverju nafn Assange var í skjölunum. Joshua Stueve, talsmaður alríkissaksóknara í Virginíu, sem hafa verið að rannsaka Assange, segir að um mistök hafi verið að ræða. Nafn Assange hefði ekki átt að vera í þessum skjölum. Washington Post hefur heimildir fyrir því að Assange hafi verið ákærður og ákæran hafi verið innsigluð. AP gat þó ekki staðfest það. Assange heldur til í sendiráði Ekvador og hefur gert það í rúm sex ár. Hann flúði þangað vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Ný ríkisstjórn hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrra að Bandaríkin ætluðu sér að handsama Assange og þar að auki hefur Robert Mueller verið að rannsaka Assange vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Bandaríkin Ekvador Norðurlönd Rússarannsóknin Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Saksóknarar hafa undirbúið ákæru gegn Julian Assange, stofnanda Wikileaks. Mögulegt er að hann hafi þegar verið ákærður en að leynd hvíli yfir ákærunni ef og þar til hann verður handtekinn, svo Bandaríkin geti reynt að fá hann framseldan. Nafn Assange birtist í dómskjölum frá því í ágúst, sem uppgötvuðust aðeins í gær, þar sem saksóknari var að reyna að fá dómara til að innsigla dómsskjöl í máli manns sem var sakaður um kynferðisbrot gegn barni. Svo virðist sem að um mistök hafi verið að ræða. Saksóknarinn í málinu er sá sami og hefur verið með Assange til rannsóknar. Í dómsskjölunum sem um ræðir stóð að ákærurnar og handtökuskipun „yrðu að vera innsiglaðar þar til Assange verður handtekinn í tengslum við ákærurnar og hann gæti þar af leiðandi ekki lengur forðast handtöku og framsal“. Á öðrum stað stóð að vegna aðstæðna Assange og hver hann væri þyrftu skjölin að vera innsigluð svo það yrði ekki opinbert að hann hefði verið ákærður. Samkvæmt AP fréttaveitunni er ekki ljóst af hverju nafn Assange var í skjölunum. Joshua Stueve, talsmaður alríkissaksóknara í Virginíu, sem hafa verið að rannsaka Assange, segir að um mistök hafi verið að ræða. Nafn Assange hefði ekki átt að vera í þessum skjölum. Washington Post hefur heimildir fyrir því að Assange hafi verið ákærður og ákæran hafi verið innsigluð. AP gat þó ekki staðfest það. Assange heldur til í sendiráði Ekvador og hefur gert það í rúm sex ár. Hann flúði þangað vegna ákæru um nauðgun í Svíþjóð. Það mál hefur verið fellt niður en hann á þó enn handtöku yfir höfði sér í Bretlandi fyrir að hafa ekki mætt fyrir dómara. Assange óttast að vera framseldur til Bandaríkjanna verði hann handtekinn. Ný ríkisstjórn hefur um nokkuð skeið reynt að koma Assange úr sendiráðinu. Jeff Sessions, fyrrverandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í fyrra að Bandaríkin ætluðu sér að handsama Assange og þar að auki hefur Robert Mueller verið að rannsaka Assange vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu.
Bandaríkin Ekvador Norðurlönd Rússarannsóknin Suður-Ameríka Svíþjóð WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir „Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10 Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52 Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53 Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16 Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15 Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24 Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06 Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44 Mest lesið Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Erlent „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Boðar sumarveður inn í september Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Varðturnarnir á bak og burt Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
„Kominn tími til að þessi vesæli litli ormur komi úr sendiráðinu“ Aðstoðarutanríkisráðherra Bretlands sendir Julian Assange tóninn. 27. mars 2018 15:10
Assange njósnaði um gestgjafa sína sem greiddu fyrir að verja hann Stjórnvöld í Ekvador hafa eytt milljónum dollara í að vernda stofnanda Wikileaks. Á móti hakkaði hann sig inn í fjarskiptakerfi sendiráðsins í London. 15. maí 2018 16:52
Ætluðu sér að flytja Assange frá London um jóllin Rússneskir erindrekar funduðu með bandamönnum Julian Assange, stofnanda Wikileaks, í London í fyrra um hvort og þá hvernig hægt væri að hjálpa honum að flýja frá Bretlandi á jóladag. 21. september 2018 13:53
Verður að þrífa baðherbergið og hugsa betur um köttinn til að fá að vera áfram Yfirvöld í Ekvador hafa lagt línurnar fyrir Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vilji hann áfram njóta friðhelgis innan sendiráðs Ekvador í London 16. október 2018 08:16
Assange bauð röngum Hannity upplýsingar um Demókrata „Ég fékk samviskubit. Hann hélt í alvörunni að hann væri að tala við Sean Hannity.“ 30. janúar 2018 14:15
Assange telur Ekvadora reyna að bola sér úr sendiráðinu Utanríkisráðherra Ekvadors segir Assange frjálst að vera eins lengi og hann vill svo lengi sem hann fer eftir reglum. 29. október 2018 23:24
Demókratar höfða mál gegn Rússum, Wikileaks og framboði Trump „Þetta er fordæmalaus svik. Framboð manns til forseta Bandaríkjanna starfaði með óvinveittu ríki til að auka líkur sínar á því að sigra í kosningunum.“ 20. apríl 2018 16:06
Assange höfðar mál gegn Ekvador Julian Assange, stofnandi og fyrrverandi ritstjóri Wikileaks, er að höfða mál gegn ríkisstjórn Ekvador, sem hann sakar um að brjóta á mannréttindum sínum og frelsi. 19. október 2018 15:44