Erlent

Konan sem var sýknuð af guðlasti gæti verið sett í farbann

Kjartan Kjartansson skrifar
Til að friða mótmælendur virðast pakistönsk stjórnvöld tilbúin að taka áhættuna á að Asia Bibi verði fyrir árásum þegar henni verður sleppt.
Til að friða mótmælendur virðast pakistönsk stjórnvöld tilbúin að taka áhættuna á að Asia Bibi verði fyrir árásum þegar henni verður sleppt. Vísir/EPA
Samkomulag sem pakistönsk stjórnvöld hafa gert við flokk íslamista til að binda enda á mótmæli þeirra gegn sýknudómi yfir kristinni konu sem var ákærð fyrir guðlast gæti stefnt lífi konunnar í hættu. Stjórnvöld ætla að segja konuna í farbann þrátt fyrir að varað hafi verið við því að hún sé í lífshættu.

Mál Asiu Bibi hefur vakið heimsathygli. Hún átt yfir höfði sér dauðadóm vegna ásakana um að hún hefði lastað Múhammeð spámann sem hún var sakfelld fyrir árið 2010. Hún var hins vegar sýknuð í vikunni.

Sýknunin hefur valdið mikilli reiði á meðal harðlínumúslima í landinu sem hafa efnt til mótmæla á götum úti frá því á miðvikudag. Breska ríkisútvarpið BBC segir að ríkisstjórnin hafi náð samkomulagi við Tehreek-i-Labaik, flokk íslamista, sem hefur skipulagt mótmælin um að binda endi á þau.

Með því fallast stjórnvöld á að setja Bibi í farbann og að leggjast ekki gegn því að dómurinn í máli hennar verði endurskoðaður. Öllum mótmælendum sem hafa verið handteknir verði jafnframt sleppt.

Lögmaður Bibi hefur sagt að hún þurfi að flytja til vesturlanda til þess að tryggja öryggi sitt. Til stóð að henni yrði sleppt í vikunni. Nokkur lönd hafa boðið henni hæli.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×