Erlent

Bygging hrundi í miðborg Marseille

Atli Ísleifsson skrifar
Byggingin stóð í hverfinu Noailles, nærri gömlu höfninni.
Byggingin stóð í hverfinu Noailles, nærri gömlu höfninni. AP/Claude Paris
Tveir slösuðust þegar sex hæða bygging hrundi í miðborg frönsku borgarinnar Marseille í morgun. Ekki liggur fyrir um ástæður þess að byggingin hrundi, en franskir fjölmiðlar segja hana hafa verið í slæmu ásigkomulagi.

Franska blaðið Le Figaro segir að sem stendur sé vitað um að tveir hafi slasast. Búið var í níu af tólf íbúðum í byggingunni.

Tveir bílar sem lagðir voru fyrir utan bygginguna eiga sömuleiðis að hafa eyðilagst þegar byggingin hrundi.

Lögregla hefur beint þeim orðum til almennings að halda sig fjarri staðnum sem er í hverfinu Noailles, ekki langt frá gömlu höfninni í Marseille sem nýtur vinsælda meðal ferðamanna.

Sabine Bernasconi, borgarstjóri Marseille, segir í samtali við AP að byggingin hafi verið í slæmu ástandi og hafi staðið til að framkvæma ástands- og öryggisskoðun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×