Repúblikanar hræddir og Demókratar stressaðir Samúel Karl Ólason skrifar 5. nóvember 2018 15:15 Kosningarnar snúast í rauninni um Donald Trump. AP/Mark Humphrey Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Þingmenn Repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings telja Donald Trump, forseta, hafa rænt kosningunum sem fram fara á morgun og vilja að hann dragi úr áróðri sínum varðandi innflytjendur. Þess í stað vilja þær að forsetinn einbeiti sér að góðri stöðu efnahags Bandaríkjanna. Paul Ryan, leiðtogi meirihlutans í fulltrúadeildinni ræddi við forsetann í síma í gær og bað hann um breyta máli sínu. Trump var hins vegar ekki á þeim skónum, samkvæmt Politico, og stærði sig af því að áhersla hans á innflytjendur stappaði stálinu í kjarnastuðningsmenn Repúblikanaflokksins.Kannanir gefa í skyn að Demókratar munu taka völdin í fulltrúadeildinni og óttast Repúblikanar að Trump sé að gera illt verra. Þrátt fyrir að þeir hafi að fyrstu tekið vel í orð forsetans. Orðræða Trump hefur hins vegar tekið umræðuna yfir og kaffært fréttir um gott ástand efnahagsins. „Trump er búinn að ræna kosningunum,“ sagði einn viðmælandi Politico, sem er aðstoðarmaður þingmanns Repúblikanaflokksins. „Þetta er ekki það sem við bjuggumst við því að síðustu vikur kosningabaráttunnar myndu snúast um.“Sjá einnig: Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í BandaríkjunumÞó kjarni Repúblikanaflokksins sé ánægður með Trump óttast þingmenn að forsetinn hafi farið fram úr sjálfum sér. Kjósendur í úthverfum Bandaríkjanna, sem eru hvað líklegastir til að flakka á milli flokka, hafa ekki tekið vel í orðræðu forsetans og hafa fjarlægst Repúblikanaflokkinn í aðdraganda kosninganna.Deilur meðal þingmanna Um þetta hefur verið deilt innan flokksins á þessu ári. Þingmenn öldungadeildarinnar hafa fagnað málflutningi Trump þar sem umdæmi þeirra eru allt önnur en stakra þingmanna í fulltrúadeildinni, sem reiða sig á úthverfin. Til marks um mismunandi skilaboð frá Repúblikanaflokknum hafa Paul Ryan og félagar hans á fulltrúadeildinni verið að ræða efnahag Bandaríkjanna en á sama tíma hefur Trump meðal annars verið að gefa í skyn að hermenn ættu að skjóta fólk sem kastar steinum. „Skilaboð hans munu kosta okkur sæti,“ sagði annar heimildarmaður Politico innan Repúblikanaflokksins. „Fólkið sem við þurfti til að vinna þessi kjördæmi sem munu ráða meirihlutanum, eru ekki kjarni stuðningsmanna Trump. Þetta eru konur í úthverfum, eða fólk sem kaus Hillary Clinton eða fólk sem eru ekki harðir stuðningsmenn Trump.Þó útlitið sé tiltölulega gott hjá Demókrötum eru þeir þó mjög stressaðir. Útlitið þótti nefnilega líka gott í aðdraganda forsetakosninganna 2016. Þá kom Trump mörgum á óvart með sigri sínum. Sagan er þó með Demókrötum í liði, ef svo má að orði komast, því flokkur forseta Bandaríkjanna tapar yfirleitt töluverðu fylgi í fyrstu kosningum eftir forsetakosningar.AP fréttaveitan segir forsvarsmenn Demókrataflokksins líta á þessar kosningar sem nokkurs konar tilraun fyrir forsetakosningarnar 2020. Þar að auki eru ákveðin kynslóðaskipti að eiga sér stað innan flokksins. Fjölmargir nýir frambjóðendur unnu í prófkjörum Demókrataflokksins í aðdraganda kosninganna og góð frammistaða í kosningunum á morgun myndi hjálpa til við þau skipti.Þá sýna kannanir að menntaðar konur laðist að Demókrataflokknum sem aldrei fyrr. Kannanir gefa í skyn að meðal háskólamenntaðra kvenna njóta Demókratar stuðnings 61 prósents þeirra og Repúblikanar 33 prósenta.Sjá einnig: Konur fjarlægjast RepúblikanaflokkinnAftur á móti óttast Demókratar að nái þeir ekki góðum árangri í kosningunum, muni það draga verulega úr vilja fólks til að taka þátt í flokksstarfinu. Með því að ná fulltrúadeildinni geta Demókratar komið í veg fyrir umdeildar ætlanir Trump og sömuleiðis nota þingnefndir deildarinnar til að rannsaka mörg umdeild mál forsetans, bæði innan og utan embættis. Kosið verður um öll 435 sæti í fulltrúadeildinni og 35 í öldungadeildinni. Þar að auki verður kosið um embætti ríkisstjóra í á fjórða tug ríkja. Þrátt fyrir það snúast þessar kosningar að mestu leyti um það sama og kosningarnar 2016 snerust um. Það er, Donald Trump. Hann sjálfur hefur sagt að kosningarnar séu að miklu leyti þjóðaratkvæðagreiðsla um störf hans í Hvíta húsinu.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47 Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30 Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11 Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30 Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Þarf að endurgreiða móður vegna ofrukkunar í forræðismáli Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Sjá meira
Utankjörfundaratkvæði mun fleiri en í síðustu kosningum Þá er útlit fyrir að konur séu að kjósa meira mæli en áður. 1. nóvember 2018 10:47
Útlit fyrir sigur Demókrata í fulltrúadeild Bandaríkjaþings Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu á morgun í sögulegum kosningum til fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings. 5. nóvember 2018 07:30
Trump yngri birtir auglýsingu sem CNN neitaði að birta Donald Trump Bandaríkjaforseti birti í dag auglýsingu á Twitter-síðu sinni sem hann segir CNN hafa neitað að birta. 3. nóvember 2018 18:11
Það sem þú þarft að vita um þingkosningarnar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu í þingkosningum á þriðjudag. 2. nóvember 2018 15:30
Sakar Demókrata um tölvuárás eftir að þeir bentu á galla Brian Kemp, frambjóðandi Repúblikanaflokksins til ríkisstjóra í Georgíu og innanríkisráðherra, færði engar sannanir fyrir ásökun sinni né sagði hann um hvað meint brot Demókrata eiga að snúast. 5. nóvember 2018 10:15