Hvíta húsið bannar fréttamann CNN sem Trump hellti sér yfir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. Þetta er gert í kjölfar þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét Acosta heyra það á blaðamannafundi í gær en forsetinn sagði fréttamanninn meðal annars vera dónalegan og hræðilega manneskju. Trump mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að fréttamaðurinn spurði hann út í Rússarannsóknina svokölluðu, en boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Farið var um víðan völl á fundinum og þegar röðin kom að Acosta notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu og svo Rússarannsóknina. Forsetinn var langt því frá sáttur við spurningar fréttamannsins og sagði meðal annars við Acosta: „„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Nokkrum klukkutímum eftir fundinn skrifaði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á Twitter að forsetinn styddi frjálsa fjölmiðlun. Hvíta húsið myndi hins vegar aldrei líða það að blaðamaður leggi hönd á unga konu sem væri aðeins að vinna vinnuna sína. Því yrði passinn hans tekinn af honum. Acosta endurtísti tísti Sanders og sagði orð Sanders einfaldlega lygi. Í yfirlýsingu CNN sagði jafnframt að Sanders væri að ljúga; hún færi fram með falskar ásakanir og væri að vísa í atvik sem hefði aldrei átt sér stað. Þá lýsti stöðin yfir fullum stuðningi við Acosta.This is a lie. https://t.co/FastFfWych — Jim Acosta (@Acosta) November 8, 2018 Donald Trump Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Hvíta húsið hefur afturkallað passann sem veitir Jim Acosta, fréttamanni CNN, aðgang að blaðamannafundum í forsetabústaðnum. Þetta er gert í kjölfar þess að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lét Acosta heyra það á blaðamannafundi í gær en forsetinn sagði fréttamanninn meðal annars vera dónalegan og hræðilega manneskju. Trump mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að fréttamaðurinn spurði hann út í Rússarannsóknina svokölluðu, en boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna sem fram fóru í Bandaríkjunum á þriðjudag. Farið var um víðan völl á fundinum og þegar röðin kom að Acosta notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu og svo Rússarannsóknina. Forsetinn var langt því frá sáttur við spurningar fréttamannsins og sagði meðal annars við Acosta: „„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar.“ Þá sagði Trump ítrekað að nú væri nóg komið, aðstoðarkona á fundinum reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét ekki af hendi. Það má síðan segja að forsetinn hafi hellt sér yfir Acosta: „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN.“In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Nokkrum klukkutímum eftir fundinn skrifaði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, á Twitter að forsetinn styddi frjálsa fjölmiðlun. Hvíta húsið myndi hins vegar aldrei líða það að blaðamaður leggi hönd á unga konu sem væri aðeins að vinna vinnuna sína. Því yrði passinn hans tekinn af honum. Acosta endurtísti tísti Sanders og sagði orð Sanders einfaldlega lygi. Í yfirlýsingu CNN sagði jafnframt að Sanders væri að ljúga; hún færi fram með falskar ásakanir og væri að vísa í atvik sem hefði aldrei átt sér stað. Þá lýsti stöðin yfir fullum stuðningi við Acosta.This is a lie. https://t.co/FastFfWych — Jim Acosta (@Acosta) November 8, 2018
Donald Trump Tengdar fréttir Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Fleiri fréttir Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Sjá meira
Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu. 7. nóvember 2018 18:30