Trump reifst við fréttamann í beinni: „Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2018 18:30 Donald Trump var ekki sáttur við Jim Acosta, fréttamann CNN. Getty/Mark Wilson Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Jim Acosta, fréttamaður CNN áttu í snörpum orðaskiptum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í beinni útsendingu nú fyrir stundu eftir að forsetanum mislíkaði spurningar Acosta, ekki síst eftir að Trump var spurður út í Rússarannsóknina svokölluðu.Boðað var til blaðamannafundarins vegna þingkosninganna í Bandaríkjunum sem fram fóru í nótt að íslenskum tíma. Farið var yfir víðan völl og þegar röðin var komin að Acosta að spyrja forsetann notaði hann tækifærið til þess að spyrja Trump út í orð hans um flóttamannalestina svokölluðu.Trump hafði gert hóp förufólks frá Hondúras sem taldi upphaflega um þúsund manns, þar á meðal fjölda fjöskyldna og barna,að miðpunkti kosningabaráttu fyrir þingkosningarnar.„Byrjar þetta,“ sagði Trump og ranghvoldi augunum er Acosta hóf spurningana. „Komdu með þetta, áfram með þig,“ sagði Trump enn fremur en orðaskiptin má sjá hér fyrir neðan.In contentious exchange on migrant caravan, Russian investigation, Pres. Trump tells CNN's Jim Acosta, "I think you should let me run the country, you run CNN...Put down the mic." Acosta's colleague defended him: "He's a diligent reporter." https://t.co/QF15MHrJt2pic.twitter.com/6B1H7CDfVz — ABC News (@ABC) November 7, 2018Spurði Acosta Trump af hverju hann hefði sagt að þetta fólk væri „að ráðast inn í Bandaríkin“ og hvort að sú orðræða hans ætti þátt í því að koma óorði á innflytjendur.„Ég tel að þetta sé innrás,“ svaraði Trump. Acosta virtist ekki ánægður með það svar og benti forsetanum á að ekki væri um innrás að ræða, fólkið væri mörg hundruð kílómetra frá landamærum Bandaríkjanna.„Veistu hvað, ég held að þú ættir að leyfa mér að sjá um að stjórna landinu og þú sérð um að stjórna CNN. Ef þú gerðir það sómasamlega væri áhorfstölurnar ykkar ekki svona lélegar,“ svaraði Trump sem virtist vera búinn að fá alveg nóg af Acosta sem vildi fá að spyrja annarrar spurningar.Jim Acosta, fréttamaður CNN.Getty/Jabin BotsfordVirtist mjög ósáttur við spurningu um Rússarannsóknina „Þetta er nóg, þetta er nóg“ sagði Trump ítrekað og virtist pirraður er Acosta þráaðist við. Aðstoðarkona reyndi meðal annars að grípa hljóðnemann af Acosta sem lét sér ekki segjast og náði að lauma inn annarri spurningu, nú um Rússarannsóknina svokölluðu sem verið hefur Trump þyrnir í augum. „Hefurðu áhyggjur af því að mögulega séu fleiri stefnur á leiðinni?“ spurði Acosta. „Ég hef ekki áhyggjur af neinu í tengslum við Rússarannsóknina vegna þess að hún er gabb. Þetta er nóg, settu niður hljóðnemann,“ svaraði Trump, nokkuð ákveðið. Við það tækifæri náði aðstoðarkonan hljóðnemanum af Acosta og rétti næsta blaðamanni en áður en að hann náði inn spurningu lét Trump vaða á súðum um CNN og Acosta. „CNN ætti að skammast sín að hafa þig sem starfsmann. Þú ert ókurteis og hræðileg mannvera. Þú ættir ekki að starfa fyrir CNN,“ sagði Trump. Fréttamaðurinn sem átti næstu spurningu virtist reyndar ekki sáttur við þessi orð Trump og kom hann Acosta til varnar, sagði hann vera heiðarlegan blaðamann. „Já, ég er ekkert svo hrifinn af þér heldur ef ég á að vera hreinskilinn,“ svaraði Trump og uppskar nokkurn hlátur í salnum.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Fjölmiðlar Hondúras Mið-Ameríka Tengdar fréttir Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38 Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45 „Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira
Frambjóðendur hliðhollir Trump treystu meirihluta repúblikana í öldungadeildinni Útlit er fyrir að repúblikanar bæti við sig þremur sætum í öldungadeildinni. Þingmenn demókrata sem vörðu sæti í ríkjum sem halla sér að Trump töpuðu. 7. nóvember 2018 08:38
Útlit fyrir miklar deilur næstu tvö árin Repúblikanaflokkurinn hefur bætt við nauman meirihluta í öldungadeild Bandaríkjaþings og Demókratar hafa tryggt sér meirihluta í fulltrúadeildinni. 7. nóvember 2018 05:45
„Báðir flokkar fengu það sem þeir gátu búist við“ Silja Bára Ómarsdóttir, dósent í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, greinir úrslit bandarísku þingkosninganna sem fram fóru í gær. 7. nóvember 2018 14:00