Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2018 11:22 Páll Magnússon hellti sér yfir Pírata í gær fyrir að þjófkenna Ásmund Friðriksson. Björn Leví segir Pál vera að biðja um það hið sama og fyrirspurn hans snýst um: Að akstursstyrkir Ásmundar verði rannsakaðir. „Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd. Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
„Erindi mitt til forsætisnefndar snýst reyndar um það að ásakanir mínar verði rannsakaðar,“ segir Björn Levi Gunnarsson, þingmaður Pírata, í pistli sem hann birti á Facebooksíðu sinni í morgun. Óhætt er að segja að full óvildi ríki milli Sjálfstæðismanna og Pírata á þinginu. Lá við að uppúr syði í gær en þá steig Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokks, í pontu og sagði óboðlegt með öllu að þingmenn væru að þjófkenna samþingmenn sína. Hann er þar að vísa til fyrirspurna Björns Levís sem snúa að akstursstyrk Ásmundar Friðrikssonar. Vísir greindi frá þessu á dögunum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem uppúr sýður milli þingmanna þessara flokka en fyrr á þessu ári sakaði Ásmundur sjálfur Pírata um lítilmannlega umræðu, en þá snéri hin meinta lítilmennska Pírata að formanni Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benediktssyni. „Skemmtilegt að fá svona stuðning frá Sjálfstæðisþingmönnum. Þeir skilja greinilega hversu alvarlegt mál þetta er,“ segir Björn Leví en fer þó ekki öllu lengra með að hafa málið í flimtingum. En Páll Magnússon birti þrumuræðu sína á Facebooksíðu sinni í gær.„Allt í lagi, þetta var kannski ekki nákvæmlega það sem Páll Magnússon meinti en afleiðingin er sú sama. Ef það er skoðað hvort ásökunin mín sé innihaldslaus eða ekki er á sama tíma verið að skoða hvort Ásmundur Friðriksson hafi brotið gegn lögun og reglum um starfskostnað.“Hlakkar til að heyra rökstuðninginn Björn Leví vitnar til einnar af mörgum fréttum Vísis af akstursstyrkjamálinu en þar var Ásmundur styrkjakóngur. Sú frétt fjallar um hugsanlega samþættingu dagskrárgerðar Ásmundar fyrir ÍNN og svo þingstarfa. „Ef einhver ætlar að segja að það sé hluti af þingstörfunum að láta mynda sig í ferð um kjördæmið þá hlakka ég til þess að heyra þann rökstuðning. Einnig hlakka ég til þess að sjá öll þau fundarboð sem þurfa sannanlega að vera til staðar sem gögn fyrir endurgreiðslu aksturskostnaðar.“Enn er sótt hart af hinum mjög svo duglega Ásmundi vegna aksturspeninga. Páll Magnússon hefur nú risið upp félaga sínum til varnar.Björn Leví vitnar í reglur þar að lútandi: „Endurgreiða skal ferðakostnað innan kjördæmis fyrir ferðir á fundi eða samkomur sem þingmaður boðar til eða hann er boðaður á, enda sé vegalengd á fundarstað a.m.k. 15 km (önnur leiðin) frá heimili eða starfsstöð“.Telst varla til þingstarfa að skreppa í kaffi Þingmaður Pírata segir að það geti ekki verið nóg að skreppa í kaffi og það teljist þá „fundur með þingmanni“ og heyri þar með til þingstarfa. „Það getur ekki staðist að þingið sé rukkað um þær upphæðir sem um ræðir á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar. Kosningabarátta er ekki endurgreiðanleg af Alþingi. Það verður áhugavert að sjá hvað forsætisnefnd gerir í málinu. Hversu góð verður rannsóknin? Verður hún hvítþvottur eða verður rannsóknin óvéfengjanleg,“ segir Björn Leví og bætir því við að hann treysti fáum betur en samflokksmanni sínum Jóni Þór Ólafssyni til að fygljast með því í forsætisnefnd.
Alþingi Tengdar fréttir Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Ásmundur Friðriksson fékk ekki krónu frá Ingva Hrafni Ingvi Hrafn segir Ásmund Friðriksson ofdekra kjósendur sína. 9. febrúar 2018 14:41
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19