Innlent

"Tímabært að negla þrjótinn“

Jakob Bjarnar skrifar
Björn Leví segir það rangt að Píratar hafi þjófkennt Ásmund, þar til nú. Víst er að málið lýsir verulegum ýfingum milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þingi.
Björn Leví segir það rangt að Píratar hafi þjófkennt Ásmund, þar til nú. Víst er að málið lýsir verulegum ýfingum milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þingi.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur farið fram á að akstursskýrslur Ásmundar Friðrikssonar, verði rannsakaðar sérstaklega.

Á engan kost annan en láta skoða Ásmund sérstaklega

Björn Leví greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hann vitnar til orða Ásmundar á þingi 10. október þar sem Ásmundur kvartaði undan því að Píratar séu „fólkið sem stendur upp í þessum sal trekk í trekk, ber upp á mann lygar, hefur sagt að ég væri þjófur, hafi stolið peningum af þinginu — og þau þurfa ekki að standa neinum reikningsskil.“Björn Leví segir þetta hingað til hafa verið ósatt. „Enginn þingmaður Pírata hefur ásakað Ásmund um slíkt ... fyrr en núna.“ Björn Leví segist ekki eiga annan kost en beina spjótum sérstaklega að Ásmundi í þessu sambandi. Erindi hans til Forsætisnefndar þess efnis að hinar umdeildu akstursskýrslur yrðu rannsakaðar sérstaklega, var vísað frá á þeim forsendum að það sneri ekki að neinum tilgreindum. Vísir fjallaði ítarlega um þetta mikla hitamál sem kom upp í upphafi árs.

 

Efast um að útskýringar Ásmundar standist skoðun

Því biður Björn um það sérstaklega að endurgreiðslur á aksturskostnaði Ásmundar verði rannsakaðar.„Til þess að vera viss um að rannsókn á amk. einum þingmanni eigi sér stað. Ástæðan fyrir því að ég bendi á Ásmund? Tvær ástæður, til að byrja með af því að hann er með langhæsta aksturskostnaðinn og það sem er mikilvægara,

fólk sem hann hefur „fundað með“ hefur haft samband við mig og véfengt að þeir fundir eigi að geta talist sem endurgreiðanlegur starfskostnaður.“

Sjá má útskýringar Björns Leví í heild sinni hér neðar en í athugasemdum er þessu skrefi fagnað og segir þar meðal annars að um þjóðþrifaverk sé að ræða og „tímabært að negla þrjótinn“.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.