Erlent

Breytt veður leiðir hvalina af leið

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Búrhvalir halda sig venjulega í suðlægum höfum.
Búrhvalir halda sig venjulega í suðlægum höfum.

Kanadamenn velta því nú fyrir sér hvort hvalir séu að breyta ferðavenjum vegna loftslagsbreytinga, að því er grænlenska útvarpið segir.

Tveir búrhvalir sáust fyrr í haust rétt utan við Pond Inlet á Baffinslandi, vestan Grænlands. Þeir hafa ekki áður sést svona norðarlega.

Á vef grænlenska útvarpsins segir að höfuð búrhvala sé fremur mjúkt og þess vegna mögulegt að þeir muni ekki geta rutt sér leið í gegnum ísinn syndi þeir ekki suður á bóginn áður en vetur gengur í garð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.