Nýr dómsmálaráðherra Trump var stjórnarmeðlimur í fyrirtæki sem svindlaði á fólki Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2018 16:51 Matthew Whitaker, starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. AP/Charlie Neibergall Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Matthew Whitaker, sem er nú starfandi dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, var stjórnarformaður í fyrirtæki sem Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna sagði vera svindl og lokaði. Fyrirtækið, World Patent Marketing, á að hafa svikið fúlgur fjár af fólki og var lokað í fyrra. Miami New Times segir Whitaker einnig hafa sent einum af viðskiptavinum fyrirtækisins hótun í tölvupóst eftir að viðskiptavinurinn kvartaði yfir því að hafa ekki fengið þá þjónustu sem hann borgaði fyrir.Scott Cooper, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, lagði 2,600 dali til kosningasjóðs Whitaker þegar hann reyndi að komast á þing árið 2014. Þá greiddi fyrirtækið Whitaker um tíu þúsund dali áður en því var lokað. Eftir að tilraun Whitaker til að komast á þing misheppnaðist gekk hann til liðs við stjórn WPM. „Ég myndi einungis ganga til liðs við fyrsta flokks samtök,“ sagði Whitaker í fréttatilkynningu á sínum tíma, samkvæmt Washington Post.World Patent Marketing safnaði nærri því 26 milljónum dala í tekjur með því að lofa uppfinningarmönnum meðal annars að selja vörur þeirra.Notuðu stjórnarmeðlimi til að laða viðskiptavini að Fyrirtækið laðaði að sér viðskiptavini með því að vísa til stjórnar þess. Þar sem Whitaker sat, auk annarra. Forstjórinn notaði stjórnina til dæmis til þess að svara gagnrýni á fyrirtækið. Þegar einn óánægður viðskiptavinur sakaði Cooper um svik svaraði hann á þá leið að ef hann væri svikahrappur væri þetta fólk ekki í stjórn fyrirtækisins. „Við erum með fyrrverandi ríkissaksóknarar, meðlimi úr ráðgjafaráði Obama, hershöfðingja, fræga lækn. Hugsaðu út í það,“ skrifaði Cooper.Sjá einnig: Eftirmaður Sessions hefur örlög Rússarannsóknarinnar í höndum sérNew Times segir að þrátt fyrir að WPM hafi lofað mikilli þjónustu og stært sig af meintri velgengni, hafi viðskiptavinir þess nánast enga þjónustu fengið.Þegar viðskiptavinirnir kvörtuðu svaraði Cooper með hótunum og meðal annars hótaði hann að siga öryggisvörðum, sem hefðu fengið þjálfun í Krav Maga, á fólk.Notaði fyrrverandi stöðu sína til hótunar Whitaker sjálfur svaraði einum óánægðum viðskiptavini. Eftir að viðskiptavinurinn hafði hótað að kæra WPM sagði Whitaker, sem var þá fyrrverandi ríkissaksóknari og minntist hann á það í póstinum, að það myndi hafa mjög alvarlega lagalegar afleiðingar fyrir viðskiptavininn. Fjármálaeftirlitið segir þúsundir manna hafa orðið fyrir barðinu á WPM. Einhverjir hafi tapað allt að 400 þúsund dölum og aðrir öllu sparifé þeirra. Í samtali við Washington Post segja fyrrverandi viðskiptavinir, eða ef til vill fórnarlömb, WPM að þeim sárni við það að Whitaker sé nú starfandi dómsmálaráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira