Þau eru líklegust til að taka við af Merkel Atli Ísleifsson skrifar 29. október 2018 23:30 Annegret Kramp-Karrenbauer og Angela Merkel ræða málin. Getty Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri. Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari greindi frá því fyrr í dag að hún myndi ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Kristilegra demókrata (CDU) á landsfundi flokksins í Hamborg í byrjun desembermánaðar. Merkel hefur gegnt embættinu frá árinu 2000, en tók við kanslaraembættinu fimm árum síðar. Ljóst má vera að samflokksmenn Merkel hafa ólíkar skoðanir á því hver skuli taka við af „Mutti“ og hafa einhverjir háttsettir innan flokksins nú þegar lýst yfir framboði. Merkel sagði í dag að þó að hún ætli sér að láta af formennsku í flokknum ætli hún sér að sitja sem kanslari til ársins 2021.Annegret Kramp-Karrenbauer.GettyAKK líkleg Sú sem oftast hefur verið nefnd sem líklegur arftaki Merkel er Annegret Kramp-Karrenbauer, einnig þekkt sem AKK, en hún lýsti yfir framboði sínu fyrr í dag. Merkel skipaði hina 56 ára AKK framkvæmdastjóra CDU í febrúar síðastliðinn, og var það af mörgum talið skýrt merki þess að Merkel vonist til að hún muni leiða flokkinn þegar hún stígur sjálf til hliðar. Merkel sagðist í dag ekki ætla að taka opinbera afstöðu í formannskjörinu, þar sem hún vilji ekki hafa áhrif á kosningarnar. AKK kemur frá sambandsríkinu Saarlandi, stýrði þar stjórn, og tilheyrir hófsamari armi flokksins, líkt og Merkel sjálf. Hún hefur sagst vilja berjast fyrir aukinni stjórnmálaþátttöku kvenna og tilkomu hátekjuskatts. AKK segist eiga rætur sínar í því sem hún kallar „klassíska Rínar-kaþólska CDU“, sem gerir það að verkum að hún nýtur einnig talsverðra vinsælda meðal íhaldssamari flokksmanna.Friedrich Merz.GettyÍhaldsmaðurinn Merz Friedrich Merz, 62 ára lögfræðingur, hyggst bjóða sig fram til formanns flokksins, að sögn heimildarmanna Reuters. Merz var þingflokksformaður Kristilegra demókrata á árunum 2000 til 2002. Hann hefur ekki verið áberandi síðustu árin og urðu margir undrandi þegar fréttir bárust af því að hann hugði á endurkomu í stjórnmálin. Hann hefur áður starfað í fjármálageiranum og tilheyrir íhaldssamari armi flokksins. Hann kemur frá Norðurrín-Vestfalíu. Að undanförnu hefur hann unnið að verkefni sem nefnist Atlantshafsbrúin sem gengur út á að auka samstarf Bandaríkjanna og Þýskalands á sviði viðskipta og hernaðar. Þá á hann sæti í stjórn nokkurra fyrirtækja.Peter Altmaier.GettyViðskiptaráðherrann Altmaier Sextugur viðskiptaráðherra Þýskalands, Peter Altmaier, er reynslumikill stjórnmálamaður og hefur verið náinn samstarfsmaður Merkel. Hann hefur verið virkur í flokknum frá árinu 1976 og setið á þýska þinginu frá 1994. Á árunum 2013 til 2018 var hann yfirmaður kanslaraskrifstofunnar sem er lykilstaða í þýsku ríkisstjórninni. Altmaier nýtur vinsælda, þykir lausnamiðaður, en segir sjálfur að stjórnunarstíll hans sé of grófur til að hann geti gegnt embætti kanslara.Jens Spahn.GettyHeilbrigðisráðherrann Spahn Heilbrigðisráðherrann Jens Spahn, 38 ára og frá Norðurrín-Vestfalíu, hefur verið iðinn við að gagnrýna Merkel síðustu ár og tilheyrir hann íhaldssamari armi flokksins. Spahn tók sæti í ríkisstjórninni í vor en hefur gagnrýnt stefnu Merkel í innflytjendamálum og lýst yfir efasemdum með tilgang þess að heimila tvöfalt ríkisfang. Hann hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu. Ungur aldur hans kann að tala gegn því að hann verði næsti formaður flokksins, en hann hefyr nú þegar lýst yfir framboði til formanns.Armin Laschet.GettyAðrir sem hafa verið nefndir líklegir Fimmtugur þingflokksformaður Kristilegra demókrata, Ralph Brinkhaus, hefur einnig verið nefndur til sögunnar sem mögulegur arftaki. Armin Laschet, forseti sambandsstjórnar Norðurrín-Vestfalíu, vann ákveðinn sigur á síðasta ári þegar CDU náði völdum í sambandsríkinu þar sem Jafnaðarmenn hafa vanalega verið við völd. Hinn 57 ára Laschet stendur nálægt Merkel í mörgum málum. Julia Klöckner, landbúnaðarráðherra og leiðtogi CDU í Rínarlandi-Pfalz, hefur einnig verið nefnd til sögunnar. Hún tilheyrir íhaldssamari armi flokksins og vill færa hann til hægri.
Þýskaland Tengdar fréttir Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32 Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Fleiri fréttir Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Sjá meira
Angela Merkel hættir eftir átján ára formennsku Angela Merkel hefur ákveðið að hætta sem formaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi eftir átján ár í sæti formanns. 29. október 2018 09:32
Angela Merkel hættir sem kanslari árið 2021 Ætlar að hætta sem formaður Kristilegra demókrata á næstu dögum. 29. október 2018 12:58