Enski boltinn

Hefur engar áhyggjur af VAR en hefur áhyggjur af gæðum dómaranna í kvennaboltanum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Neville var ósáttur í leikslok í gær.
Neville var ósáttur í leikslok í gær. vísir/getty
Það sauð á Phil Neville, þjálfara enska kvennalandsliðsins í fótbolta, eftir 1-1 jafntefli gegn Ástralíu í æfingaleik í gær en England undirbýr sig fyrir HM í Frakklandi næsta sumar.

England átti að fá tvær vítaspyrnur í leiknum í gær og einnig var mark dæmt af lærimeyjunum hans Neville.

„Að það verði VAR á HM veldu mér ekki áhyggjum en gæðin á dómurunum veldur mér áhyggjum,” sagði vel pirraður Neville í leikslok í gærkvöldi.

Neville er ekki eini þjálfarinn í kvennaboltanum sem hefur kvartað undan slakri dómgæslu en fyrrum landsliðsþjálfari Íslands, Freyr Alexandersson, sagði á dögunum að ekkert kæmi sér á óvart lengur hjá UEFA hvað varðar dómara og ákvarðanir UEFA.

„Við erum að setja leikmennina undir pressu til að ná meira úr þeim. Við viljum sá þá með meiri gæði og öll lönd í heiminum á sömu vegferð og England. Svo sjáum við frammistöðu eins og þetta í kvöld,” sagði Neville og bætti við að lokum:

„Þetta eru mínar mestu áhyggjur.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×