Erlent

Troyer lést af völdum áfengiseitrunar

Atli Ísleifsson skrifar
Verne Troyer varð 49 ára.
Verne Troyer varð 49 ára. Getty/Tibrina Hobson

Bandaríski leikarinn Verne Troyer lést af völdum áfengiseitunar og hefur dánardómstjóri úrskurðað að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. Frá þessu segir í frétt BBC.

Leikarinn, sem þekktastur var fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í myndunum um Austin Powers, lést í apríl síðastliðnum, 49 ára að aldri.

Troyer, sem var 81 sentimetri á hæð, fór einnig með hlutverk Priphook í fyrstu myndinni um Harry Potter.

Leikarinn hafði oft rætt opinskátt um glímu sína við áfengisfíkn og fór í meðferð á síðasta ári.


Tengdar fréttir

Stjörnurnar minnast „Mini Me“

Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést um helgina og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.