Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Birgir Olgeirsson skrifar 21. apríl 2018 20:28 Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu leikarans Verne Troyer um andlát hans. Vísir/Getty Leikarinn Verne Troyer er fallinn frá, 49 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me.Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me.Austin Powers-myndirnar eru hugarfóstur kanadíska gamanleikarans Mike Meyers en þar er gert stólpagrín að njósnaramyndum á borð við James Bond. Meyers lék bæði aðalhetjuna Austin Powers og erkióvin hans Dr. Evil. Hann lék einnig karakterana Fat Bastard og Goldmember, en alls voru gerða þrjár myndir um njósnarann Austin Powers. Í tilkynningu frá fjölskyldu Troyers kom fram að hann hefði látist í dag. Hann hafði lengi glímt við alkóhólisma en fjölmiðlar vestanhafs höfðu greint frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að lögreglu hafði borist tilkynningu um að hann væri ölvaður og haldinn sjálfsvígshugsunum. Andlát Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira
Leikarinn Verne Troyer er fallinn frá, 49 ára að aldri. Hann var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me.Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me.Austin Powers-myndirnar eru hugarfóstur kanadíska gamanleikarans Mike Meyers en þar er gert stólpagrín að njósnaramyndum á borð við James Bond. Meyers lék bæði aðalhetjuna Austin Powers og erkióvin hans Dr. Evil. Hann lék einnig karakterana Fat Bastard og Goldmember, en alls voru gerða þrjár myndir um njósnarann Austin Powers. Í tilkynningu frá fjölskyldu Troyers kom fram að hann hefði látist í dag. Hann hafði lengi glímt við alkóhólisma en fjölmiðlar vestanhafs höfðu greint frá því fyrr í mánuðinum að hann hefði verið fluttur á sjúkrahús eftir að lögreglu hafði borist tilkynningu um að hann væri ölvaður og haldinn sjálfsvígshugsunum.
Andlát Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Sjá meira