Fótbolti

Didier: Það eru gæði í íslenska liðinu

Henry Birgir Gunnarsson í Guingamp skrifar
Deschamps á hliðarlínunni í kvöld.
Deschamps á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Didier Deschamps, landsliðsþjálfari Frakka, bauð ekkert upp á neinar afsakanir eftir að heimsmeistararnir mörðu jafntefli gegn Íslandi í kvöld.

„Þetta var ekki nógu gott en ég get lofað betri leik gegn Þýskalandi eftir helgi. Þá verður meiri ákefð í leik liðsins. Það er erfitt að vera alltaf á toppnum og stundum ná lið ekki sínum bestu leikjum,“ sagði Deschamps á blaðamannafundi eftir leikinn.

„Ég er ekki að gera lítið úr leik Íslands sem er með gæði. Ísland hefur spilað við mörg góð lið og náð árangri. Þeir gerðu okkur verulega erfitt fyrir í kvöld.“

Annars var ekki hátt risið á leikmönnum Frakka eftir leikinn sem héngu lengi inn í klefa eftir leik og fóru þangað með hundshaus.


Tengdar fréttir

Rúnar Alex tekinn út vegna bakmeiðsla

Rúnar Alex Rúnarsson byrjaði í marki Íslands gegn Frökkum en fór út af í hálfleik. Erik Hamrén sagði það ekki hafa verið taktíska ákvörðun heldur hafi markmaðurinn ungi meiðst í baki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×