Fótbolti

Gylfi: Síðustu mínúturnar mjög svekkjandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson, fyrirliði Íslands, var heilt yfir sáttur við niðurstöðuna í 2-2 jafnteflinu gegn heimsmeisturum Frakklands í Guingamp í kvöld.

„Þetta var mjög svekkjandi síðustu 10-15 mínúturnar,“ sagði Gylfi en Ísland leiddi 2-0 þar til að Frakkar náðu að jafna með tveimur mörkum í lokin. „En ég held að það hafi verið margt í leiknum sem við getum verið sáttir með.“

Gylfi segir að hann hafi verið hvað ánægðastur með hvað Frakkar hafi lítið náð að skapa sér á fyrstu 60-70 mínútum leiksins. „Þetta breytist svo þegar þeir setja góða menn inn á. Það var vel gert að skora tvö en svekkjandi að fá svo þessi mörk á okkur,“ sagði Gylfi.

„Þetta var samt vináttulandsleikur og bæði lið spiluðu á 80 prósentum. Það vill enginn meiðast enda leikur eftir nokkra daga. Þetta var samt fín frammistaða og margt jákvætt hægt að taka úr þessu. Þetta var allavega betri frammistaða en í síðasta mánuði.“

Hann segist nú ekki vita hvort að Ísland væri komið til baka eftir töpin tvö í síðasta mánuði. „Við höfum mætt frábærum liðum í síðustu leikjum, sum af þeim bestu í heimi. En fínasta frammistaða í dag.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.