Fótbolti

Jói Berg: Þessi Mbappe hann er að spila eitthvað annað en við hinir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jóhann Berg í baráttunni á HM í Rússlandi
Jóhann Berg í baráttunni á HM í Rússlandi Vísir/Kolbeinn Tumi

Jóhann Berg Guðmundsson segir hefndina gegn Sviss á mánudaginn verða sæta eftir frábæra frammistöðu Íslands gegn heimsmeisturum Frakka í kvöld.

Ísland var 2-0 yfir þegar langt var liðið á leikinn en Frakkarnir náðu að jafna leikinn á síðustu mínútunum.

„Það er aðuvitað svekkjandi að vera komnir 2-0 yfir, þá viltu vinna leikinn. Að sama skapi fannst mér við spila ansi vel, að komast 2-0 yfir gegn Frakklandi er gott en við þurfum að klára leiki,“ sagði Jóhann Berg við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok í Frakklandi.

„Við vissum að við þyrrftum að koma til baka og spila vel. Tvö klaufaleg mörk fannst mér, eitthvað sem við getum lært af og við gerum það.“

„Sérstaklega eftir síðust tvo leiki, við vildum koma til baka og sýna það. Sumt fólk hélt að við værum búnir en svo er ekki.“

Leikurinn í kvöld var aðeins vináttuleikur, á mánudaginn er fram undan leikur við Sviss í Þjóðadeildinni.

„Svo er mikilvgi leikurinn á móti Sviss á mánudaginn og það veðrur ansi sætt að hefna fyrir leikinn úti.“

Jóhann Berg sagði í viðtölum í vikunni að hann hefði fulla trú á að liðið kæmi til baka eftir vond úrslit í síðustu tveimur leikjum. Í kvöld sagði hann að hann hafi aldrei efast um það.

„Nýr þjálfari, nýjar áherslur og þetta tekur allt tíma, við vissum að við myndum alltaf koma til baka.“

Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar, hvernig var að spila við þá?

„Það var erfitt, þetta er frábært lið með frábæra leikmenn. Heimsklassa leikmenn sem koma inn af bekknum líka en þá er bara kredit fyrir okkur hversu vel við gerðum í þessum leik.“

„Þessi Mbappe þarna, hann er að spila eitthvað annað en við hinir. Hann er rosalegur,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.