Fótbolti

Ísland gerði jafntefli við heimsmeistarana: Sjáðu mörkin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birkir í baráttunni við Steven N'Zonzi í kvöld.
Birkir í baráttunni við Steven N'Zonzi í kvöld. Getty

Ísland komst yfir gegn heimsmeisturum Frakka í vináttulandsleik þjóðanna í Guingamp í kvöld. Markið skoraði Birkir Bjarnason á 30. mínútu leiksins og var það glæsilegt.

Alfreð Finnbogason fór illa með Presnel Kimpembe upp við hornfána, sendi boltann í átt að d-boganum þar sem Birkir mætti á hlaupinu og þrumaði boltanum niðri með jörðu á markið. Boltinn fór undir Hugo Lloris og í netið, Ísland komið yfir gegn heimsmeisturunum.

Markið má sjá hér að neðan, það var eina mark fyrri hálfleiksins, Ísland 0-1 yfir í leikhléi. Beina textalýsingu má finna í fréttinni hér fyrir neðan.

Staðan í hálfleik var 1-0, Íslandi í vil, að loknum fyrri hálfleik. Strákarnir okkar spiluðu frábærlega og gáfu svo ekkert eftir í upphafi þess síðari. Ísland uppskar svo mark á 58. mínútu er Kári Árnason skoraði með föstum skalla eftir hornspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Markið hans Kára má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Frakkar náðu svo að jafna metin með tveimur mörkin í lokin. Fyrra markið var sjálfsmark Hólmars Arnar Eyjólfssonar eftir góðan undirbúning Kylian Mbappe, sem skoraði svo sjálfur síðara mark Frakklands eftir að vítaspyrna var dæmt á Kolbein Sigþórsson.

Hér má sjá jöfnunarmark Frakklands í kvöld.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.