Fótbolti

Rúnar Alex: Hafði það á tilfinningunni ég myndi byrja

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær.
Rúnar Alex á hóteli landsliðsins í gær. S2 Sport
Rúnar Alex Rúnarsson fékk sitt fyrsta tækifæri undir stjórn Erik Hamrén í leiknum gegn Frökkum í kvöld. Hann hélt hreinu í þær 45 mínútur sem hann spilaði.

Kom það Rúnari á óvart að hafa fengið að byrja þennan leik gegn heimsmeisturunum?

„Nei, ég hafði það á tilfinningunni. Eftir hvernig vikan þróaðist hélt ég að ég myndi fá tækfiærið svo það kom ekki mikið á óvart,“ sagði Rúnar Alex við Henry Birgi Gunnarsson í leikslok í Frakklandi.

„Gaman að prófa að spila á móti bestu liðum og einstaklingum í heimi, þetta var bara skemmtilegt.“

Rúnar virkaði ekki stressaður þrátt fyrir að hafa verið að mæta bestu mönnum heims og varði nokkrum sinnum vel.

„Ég hef aldrei verið stressaður þegar það kemur að fótbolta. Ég reyni bara að njóta. Í 45 mínútur náði ég að loka búrinu.“

Ísland var 2-0 yfir þegar langt var liðið á leikinn en Frakkar skoruðu tvisvar á síðustu mínútunum.

„Ég held við getum verið mjög sáttir með fyrstu 75. Þá náum við að halda þeim í skefjum. Þeir skora tvö ódýr mörk, dómarinn kannski aðeins að gefa þeim soft brot.“

„Við eigum að geta ráðið við það en flott frammistaða,“ sagði Rúnar Alex Rúnarsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×