Sádar hafna hótunum vegna hvarfs blaðamannsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 14:23 Ræðismannsskrifstofan í Istanbúl þar sem talið er að Khashoggi hafi verið myrtur. Þrátt fyrir loforð þar um hafa Sádar ekki hleypt tyrkneskum yfirvöldum á skrifstofuna. Vísir/EPA Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Stjórnvöld í Sádí-Arabíu segja að hótanir um viðskiptaþvinganir og „falskar ásakanir“ muni ekki grafa undan stöðu landsins. Þrýstingur á þau hefur aukist undanfarna daga í ljósi vísbendinga um að útsendarar þeirra hafi myrt sádiarabíska blaða- og andófsmanninn Jamal Khashoggi. Ekkert hefur spurst til Khashoggi síðan hann fór inn á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í byrjun þarsíðustu viku. Tyrknesk stjórnvöld segjast hafa sönnunargögn fyrir því að útsendarar Sáda hafi pyntað og myrt hann á skrifstofunni. Þá hafa verið ásakanir um að þeir hafi bútað niður lík hans og flutt það af skrifstofunni í kössum og ferðatöskum. Fjöldi vestrænna stórfyrirtækja hefur dregið sig út úr stórri kaupstefnu á vegum Sáda í kjölfar ásakaninna um að ráðamenn í Ríad hafi skipað fyrir um morð á Khashoggi. Vestrænir ráðamenn hafa einnig lýst áhyggjum ef ásakanirnar reynast réttar. Sádar eru eitt nánasta bandalagsríki Bandaríkjastjórnar í heimshlutanum og ríkisstjórn Donalds Trump forseta hefur verið hikandi við að ganga hart að þeim vegna hvarfs Khashoggi. Trump hefur til að mynda sagt að Bandaríkin væru að refsa sjálfum sér ef þau stöðvuðu vopnasölu til Sádí-Arabíu. Forsetinn sagði þó í gær að stjórn hans myndi beita „ströngum refsingum“ ef í ljós kæmi að Sádar hefðu myrt blaðamanninn sem er búsettur í Bandaríkjunum.Telur mögulegt að Sádar séu sekir Yfirlýsing frá opinberum embættismönnum sem birtist í ríkifjölmiðli Sádí-Arabíu virðist viðbrögð við þeirri hótun Trump. Ríkisstjórn konungsveldisins og þjóðin væru enn eins „dýrleg og staðföst“ og áður, að því er segir í frétt Washington Post. Trump lýsti mögulegu morði Khashoggi sem „virkilega hræðulegu og viðbjóðslegu“ í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur sem birtist í kvöld. „Við yrðum mjög óánægð og reið og það væri tilfellið,“ sagði Trump þar um það ef Sádar reynast hafa myrt blaðamanninn. „Eins og stendur neita þeir því, og þeir neita því af krafti. Gætu þetta hafa verið þeir? Já,“ sagði forsetinn í viðtalinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35 Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26 Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02 Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Sádar sagðir hafa sent fimmtán manna sveit eftir Khashoggi Hatice Cengiz, unnusta Jamal Khashoggi, telur hann vera enn á lífi, þrátt fyrir að hafa ekki séð hann í rúma viku. 10. október 2018 10:35
Tyrkir segja upptökur sanna að sádiarabíski blaðamaðurinn hafi verið myrtur Hljóðupptakan er sögð sýna fram á að hópur sádiarabískra útsendara hafi pyntað og myrt blaðamanninn Jamal Khashoggi. 12. október 2018 08:26
Stórfyrirtæki fjarlægja sig Sádum eftir hvarf blaðamannsins Sum vestræn fyrirtækja hika við að láta bendla sig við Sáda eftir hvarf blaða- og andófsmanns. Bandaríkjastjórn hefur hins vegar verið meira tvístígandi í viðbrögðum sínum við ásökunum um að Sádar hafi myrt hann. 13. október 2018 10:02
Óttast að Trump-stjórnin sópi hvarfi blaðamanns undir teppið Bandaríkjastjórn hefur sýnt fá merki um að hún ætli sér að draga Sáda til ábyrgðar vegna hvarfsins á þekktum blaða- og andófsmanni. 11. október 2018 08:09