Mál Khashoggi alvarlegt fyrir prins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. október 2018 08:00 Ekkert hefur enn fengist staðfest um afdrif Khashoggi en talið er að hann hafi verið myrtur Vísir/Getty Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi. Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Sádi-Arabía Æ skýrari mynd er nú að komast á það hvað varð um sádiarabíska blaðamanninn Jamal Khashoggi, sem síðast sást til er hann gekk inn á ræðismannsskrifstofu Sádi-Araba í tyrknesku borginni Istanbúl 2. október síðastliðinn. Málið er eitt það umtalaðasta á alþjóðavettvangi þessa dagana. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur til að mynda fundað með konungi og krónprins Sádi-Araba og nú síðast í gær með Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta vegna málsins.Tyrkneskir lögreglu- og áhrifamenn hafa undanfarnar vikur lekið upplýsingum í þarlenda fjölmiðla. Meðal annars hefur komið fram að Khashoggi hafi verið myrtur í sendiráðinu, það sýni hljóð- og myndupptökur og önnur sönnunargögn sem fundust í sameiginlegri rassíu Tyrkja og Sádi-Araba er gerð var í vikunni. Allt þykir benda til þess að sveit sádiarabískra leigumorðingja hafi komið til Tyrklands til þess að ráða Khashoggi af dögum. Í gær greindi tyrkneska dagblaðið Yeni Safak frá því að blaðamenn hefðu fengið að heyra hljóðupptöku þar sem ræðismaðurinn Mohammed al-Otaibi, sem nú hefur flúið land, heyrist segja við meinta banamenn Khashoggi: „Gerið þetta úti, þið eigið eftir að koma mér í vandræði.“ Á þá að hafa heyrst í einum banamannanna: „Ef þú vilt halda lífi við heimkomuna til Arabíu er þér hollast að halda kjafti.“ Yeni Safak greindi aukinheldur frá því, líkt og aðrir miðlar hafa gert, að Khashoggi hafi verið pyntaður og aflimaður áður en hann var loks myrtur. Sádi-Aröbunum er söguðu hann í sundur hafi verið ráðlagt að setja á sig heyrnartól og hlusta á tónlist til þess að þurfa ekki að hlýða á ópin. Enn á eftir að gera rassíu á heimili ræðismannsins í Istanbúl. Suleyman Soylu, innanríkisráðherra Tyrkja, sagði við tyrkneska ríkismiðilinn Anadolu í gær að Sádi-Arabar hefðu tekið vel í beiðnina en að endanlegt samþykki hefði ekki enn fengist. Háttsettur embættismaður innan sádiarabísku leyniþjónustunnar GIP hafði umsjón með aftökunni. Frá þessu greindi CNN, sem hefur rekið fréttastöð í Tyrklandi í tæpa tvo áratugi, í gær og hafði eftir þremur heimildarmönnum er eiga að þekkja til málsins. Einn heimildarmannanna hélt því fram að þótt óljóst væri hvort Mohammed bin Salman krónprins, og í raun þjóðarleiðtogi, hefði fyrirskipað morðið væri deginum ljósara að krónprinsinn hljóti að hafa vitað af því að það stæði til að myrða Khashoggi.
Birtist í Fréttablaðinu Fjölmiðlar Sádi-Arabía Tyrkland Tengdar fréttir Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23 Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49 Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Meintir morðingjar tengjast sádiarabíska krónprinsinum Bandarískir fjölmiðlar hafa rakið tengsl manna sem taldir eru hafa drepið Jamal Khashoggi við sádiarabísku leyniþjónustu og bin Salman krónprins. 17. október 2018 16:23
Tyrkir fullyrða að lík Khashoggis hafi verið bútað niður Líkið af blaðamanninum Jamal Khashoggi var bútað niður á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu fyrir um tveimur vikum síðan. Þetta fullyrðir fulltrúi tyrknesku ríkisstjórnarinnar í samtali við fréttastofu CNN. 16. október 2018 18:49
Ósáttur við fordæmingu á yfirvöld Sádi-Arabíu án sannana Bandaríkjaforseti segir að um sé að ræða enn eitt málið þar sem alþjóðasamfélagið fordæmir án sannana. 16. október 2018 22:47