Erlent

Skaut lögreglumann til bana og hélt börnum í gíslingu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Lögreglumennirnir voru að bregðast við útkalli að húsi einu í borginni Florence þegar maðurinn hóf skothríð og var þungvopnaður. Myndin úr safni.
Lögreglumennirnir voru að bregðast við útkalli að húsi einu í borginni Florence þegar maðurinn hóf skothríð og var þungvopnaður. Myndin úr safni. vísir/getty
Sex lögreglumenn í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum eru særðir og einn er látinn eftir að maður hóf skothríð á þá í gærkvöldi.

Lögreglumennirnir voru að bregðast við útkalli að húsi einu í borginni Florence þegar maðurinn hóf skothríð og var þungvopnaður.

Hann læsti sig síðan inni í húsinu og var með nokkur börn í gíslingu. Tveimur tímum síðar tókst að yfirbuga manninn og flytja særðan á sjúkrahús, en hvað honum gekk til liggur enn ekki fyrir.

112 lögreglumenn hafa látið lífið við skyldustörf það sem af er þessu ári og í fyrra létu fimmtánþúsund manns lífið í landinu af völdum skotsára. Í þeirri tölu eru ekki tekin með sjálfsvíg þar sem byssur eru notaðar, en í fyrra voru tuttugu og tvöþúsund sjálfsvíg framin með þeim hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×