Erlent

Viðamikil leit að strokuföngum í Kína

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Afar sjaldgæft er að menn sleppi úr kínverskum fangelsum.
Afar sjaldgæft er að menn sleppi úr kínverskum fangelsum. vísir/getty
Kínverjar fylgjast nú spenntir með einni viðamestu leit að strökuföngum sem fram hefur farið í landinu en lögregla leitar nú tveggja manna sem sluppu úr fangelsi í borginni Liaoning á dögunum.

Afar sjaldgæft er að menn sleppi úr kínverskum fangelsum og enn sjaldgæfara er að lögreglan leiti til fjölmiðla til að lýsa eftir mönnunum eins og gert var í þessu tilfelli.

Mennirnir sem sluppu höfðu báðir hlotið lífsstíðardóma, annar fyrir mannrán en hinn fyrir rán og ofbeldisverk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×