Erlent

Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins

Sylvía Hall skrifar
Erdogan segist vongóður að Khashoggi finnist á lífi.
Erdogan segist vongóður að Khashoggi finnist á lífi. Vísir/Getty
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær. Lögreglan í Tyrklandi telur að Khashoggi hafi verið myrtur á ræðismannsskrifstofu heimalands síns.

Sjá einnig: Blaðamaður talinn hafa verið myrtur á ræðismannsskrifstofu heimalands síns



Khashoggi
 var sjálfstætt starfandi blaðamaður og hafði dvalið í Bandaríkjunum en unnusta hans er frá Tyrklandi. Hann hafði skrifað greinar sem gagnrýndi stjórnvöld í Sádí-arabíu og er því talið að yfirvöld þar í landi beri ábyrgð á hvarfi hans sem og mögulegu morði. Sendiráðið segist ekki bera ábyrgð á hvarfi blaðamannsins.



Erdogan
 sagði í samtali við fjölmiðla að yfirvöld í landinu væru að skoða myndbandsupptökur og gögn frá flugvöllum í tengslum við hvarf Khashoggi en hann hvarf í síðustu viku þegar hann hugðist sækja skjöl á skrifstofuna svo hann gæti kvænst unnustu sinni.

„Allar ferðir í sendiráðið, flugvallargögn og myndbandsupptökur eru undir eftirliti og verið að skoða það. Við viljum fá niðurstöður eins fljótt og auðið er,“ sagði Erdogan og bætti við að hann væri jákvæður á að Khashoggi myndi finnast á lífi. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×