Erlent

BBC sýnir hvernig það rannsakaði ógeðfellt myndband af hermönnum myrða konur og börn

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Ítarleg rannsóknarvinna liggur að baki fréttavinnslu BBC.
Ítarleg rannsóknarvinna liggur að baki fréttavinnslu BBC. Mynd/BBC
Í röð tísta hefur BBC sýnt og útskýrt í smáatriðum hvernig það rannsakaði ógeðfellt myndband, þar sem sjá má hermenn í Kamerún myrða konur og börn.

Afríkudeild fréttastofu BBC fékk það verkefni í hendurnar að rannsaka hverjir hafi verið að verki en myndbandið var birt á samfélagsmiðlum í sumar og vakti mikinn óhug. Fljótlega beindist grunur að kamerúnskum hermönnum en yfirvöld í Kamerún þvertóku fyrir slíkt.

Ítarleg rannsókn BBC, sem skrásett er vel hér að neðan, leiddi hins vegar í ljós að að öllum líkindum voru kamerúnskir hermenn að verki. Vegna rannsóknar BBC hafa sjö hermenn verið handteknir og bíða þeir nú réttarhalda.

Hér að neðan má sjá tíst BBC um hvernig rannsókn fréttastofunnar var framkvæmd en óhætt er að segja að mikil vinna hafi legið að baki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×