Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 20:49 Michael Orvitz, eigandi umboðsskrifstofu sem var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum, segir að vitundarvakning um kynferðisobeldi sé löngu tímabær en hann segist þó vorkenna Leslie Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/getty Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27