Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 20:49 Michael Orvitz, eigandi umboðsskrifstofu sem var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum, segir að vitundarvakning um kynferðisobeldi sé löngu tímabær en hann segist þó vorkenna Leslie Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/getty Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Innlent Fleiri fréttir Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27