Umboðsmaður stjarnanna: „Metoo byltingin er löngu tímabær“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. september 2018 20:49 Michael Orvitz, eigandi umboðsskrifstofu sem var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum, segir að vitundarvakning um kynferðisobeldi sé löngu tímabær en hann segist þó vorkenna Leslie Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS, sem hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni og ofbeldi. Vísir/getty Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum. MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Michael Ovitz, eigandi umboðsskrifstofunnar CAA (Umboðsskrifstofa skapandi listafólks) segir að #Metoo byltingin hafi verið löngu tímabær. Þetta viti hann af eigin raun því umboðsskrifstofa hans var ráðandi í Hollywood á níunda og tíunda áratugnum en hann var umboðsmaður Hollywoodstjarna á borð við Steven Spielberg, Martin Scorsese, Meryl Streep, Arnold Schwarzenegger, Morgan Freeman og Robert DeNiro og fleiri. „Það sem er að gerast í dag [vitundarvakning um kynferðisofbeldi] er gífurlega mikilvæg fyrir skemmtanaiðnaðinn og alls staðar í raun. Ég held að þessar hugrökku konur sem hafa látið í sér heyra – og þær eru hugrakkar því þetta er ófyrirgefanlegt kerfi – hafi hrundið af stað byltingu sem muni stuðla að breytingum sem verða hollar fyrir alla,“ segir Orvitz í einkaviðtali hjá CNBC. Orvitz var um langt skeið talinn valdamesti maður Hollywood en hann stofnaði CAA umboðsskrifstofuna með félaga sínum Ron Meyer. Nokkrum áratugum síðar var hann ráðinn forstjóri Disney en var rekinn skömmu síðar vegna deilna við forstjóra Disney Michael Eisner. Orvitz hefur starfað sem fjárfestir í Kísildalnum (Silicon Valley) síðan hann var rekinn. Nauðgunarmenning ávallt verið vandamál í Hollywood Orvitz segir að nauðgunarmenning hafi lengi verið við lýði í Hollywood en bætir við að glæpir kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein, hefðu bætt gráu ofan á svart. Hann segir að valdamiklir menn hafi misnotað aðstöðu sína og brotið á konum frá upphafi Hollywood og að brotin hafi ávallt verið þögguð niður. Hann segir að ástandið hafi ekki verið eins slæmt á sínum vinnustað hjá umboðsskrifstofunni vegna kynjahlutfallsins en um 40% starfsfólks CAA voru konur. Hann segist hafa reynt að fylgja eftir málum sem þessum þegar þau komu upp en viðurkennir að hann hafi alls ekki gert nóg. Segist ekki ná utan um mál MoonvesFyrrverandi forstjóri CBS, Leslie Moonves, hefur verið í heimsfréttunum að undanförnu vegna ásakana kvenna um kynferðislegt ofbeldi og áreitni. Orvitz vann um skeið með Moonves og þegar hann er spurður um ásakanir á hendur Moonves segist Orvitz ekki hafa náð almennilega utan málið. Hann hafi ávallt talið hann frábæran gaur og bætir við að hann vorkenndi honum.
MeToo Mál Kevin Spacey Bandaríkin Tengdar fréttir Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53 „Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16 Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45 Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira
Hættir í The Talk í skugga ásakana á hendur eiginmanninum Tólf konur hafa stigið fram með ásakanir á hendur Les Moonves, fyrrverandi forstjóra CBS. 18. september 2018 21:53
„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. 13. september 2018 22:16
Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS hefur hafið rannsókn á ásökunum um kynferðislega áreitni sem lagðar voru fram á hendur æðsta stjórnanda stöðvarinnar, Les Moonves. 27. júlí 2018 23:45
Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. 10. september 2018 07:27