„Má ég daðra við þig?“: Nýtt myndband varpar ljósi á „ósæmilega hegðun“ Harvey Weinstein Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. september 2018 22:16 Weinstein spyr Thompson hvað hún ætli að gera eftir fundinn. Hann mælir sér svo mót við hana á hóteli í New York, þar sem hún sakar hann um að hafa nauðgað sér. Mynd/Skjáskot Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér. MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Sky News-fréttastofan birti í dag myndband af fundi kvikmyndaframleiðandans Harvey Weinstein, sem fjölmargar konur hafa sakað um nauðgun og kynferðisofbeldi, og athafnakonunnar Melissu Thompson. Í myndbandinu sést Weinstein faðma, snerta og ræða við Thompson á afar kynferðislegum nótum. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á hótelherbergi tveimur klukkustundum síðar. Fundurinn var haldinn í september árið 2011 á skrifstofu fyrirtækis Weinsteins, The Weinstein Company, í New York-borg. Thompson var mætt á fund Weinstein til að kynna fyrir honum nýtt myndbandakerfi sem hún vonaðist til að hann myndi kaupa. Thompson tók sjálf upp umrætt myndband af fundinum en upptakan var hugsuð sem hluti af kynningunni. „Má ég daðra við þig?“ Í samtali við fréttamann Sky segir Thompson að hún hafi búist við því að funda með markaðsfulltrúum fyrirtækisins en í staðinn mætti Weinstein einn á fundinn og læsti að sér. Í myndbandinu sést hann heilsa Thompson, sem hyggst taka í höndina á honum, en hann faðmar hana að sér. „Má ég daðra við þig?“ spyr Weinstein svo snemma á upptökunni. „Sjáum til, örlítið,“ svarar Thompson. Weinstein hefur verið sakaður um að brjóta gegn fjölda kvenna.Vísir/AP Þegar nokkuð er liðið á kynninguna spyr Thompson: „Tölfræði er heit, er það ekki?“ Weinstein svarar að bragði: „Hún er heit. Þú ert heit.“ Í kjölfarið teygir Weinstein sig undir borðið sem þau sitja við og handleggur hans hverfur úr augsýn. Thompson segir að Weinstein hafi þar verið að strjúka fótlegginn á henni. „Gefðu mér svolítinn bita af þér. Láttu mig fá það. Þetta er í lagi, viltu halda áfram að gera þetta?“ spyr Weinstein. Thompson segir þá við Weinstein að hönd hans sé komin of hátt upp með læri hennar. Segir Weinstein hafa nauðgað sér tveimur tímum síðar „Ég held að hann hafi verið að leika sér að mér eins og köttur að mús alveg frá byrjun,“ segir Thompson við fréttamann Sky News. Í lok myndbandsins biður Weinstein hana um að hitta sig á hóteli tveimur klukkutímum síðar. Thompson tjáir fréttamanni Sky News að hún hafi haldið að um væri að ræða viðskiptafund. Hún segist hafa ímyndað sér að fundurinn færi fram í anddyri hótelsins, umkringd fólki, og að þá hefði hún ekki þurft að vera ein með honum. Weinstein leiddi Thompson hins vegar upp á hótelherbergi er þau hittust. Hún sakar hann um að hafa nauðgað sér inni á herberginu. Weinstein þvertekur fyrir ásakanirnar, líkt og aðrar ásakanir um kynferðisofbeldi sem lagðar hafa verið fram á hendur honum síðan í október í fyrra. Myndbandið má horfa á í heild sinni hér.
MeToo Mál Harvey Weinstein Bandaríkin Tengdar fréttir Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34 Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42 Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Weinstein ákærður fyrir ofbeldi gegn þriðju konunni Nýjum liðum hefur verið bætt við ákæru gegn kvikmyndaframleiðandanum. 2. júlí 2018 16:34
Sagði Clinton vera „nauðgaralegan“ og óskaði að Weinstein yrði barinn til óbóta Viðtal við sjónvarpskokkinn Anthony Bourdain sem tekið var í febrúar hefur verið birt, rúmum mánuði eftir andlát hans. 16. júlí 2018 16:42
Biðlar til Argento að vera „betri“ en Harvey Weinstein Argento er sökuð um að hafa beitt ungan leikara kynferðisofbeldi er hann var undir lögaldri. 28. ágúst 2018 10:06