United úr leik eftir tap gegn Derby í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2018 21:13 Leikmenn Derby fagna. vísir/getty Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones
Fótbolti Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Enski boltinn Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Fótbolti Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira