United úr leik eftir tap gegn Derby í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2018 21:13 Leikmenn Derby fagna. vísir/getty Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira
Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones
Fótbolti Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Sjá meira