United úr leik eftir tap gegn Derby í vítaspyrnukeppni Anton Ingi Leifsson skrifar 25. september 2018 21:13 Leikmenn Derby fagna. vísir/getty Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Derby gerði sér lítið fyrir og sló út Manchester United í Carabao Cup en leikur liðanna endaði 10-9. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni en staðan var 2-2 eftir venjulegan leiktíma og 8-7 eftir vítaspyrnukeppni. United komst yfir strax á þriðju mínútu leiksins eftir frábæra sókn. Anthony Martial tók boltann laglega niður og eftir gott spil hans, Romelu Lukaku og Jesse Lingard endaði boltann hjá Juan Mata sem skoraði. Derby var ekki síðri aðilinn í fyrri hálfleik og fengu færi til þess að jafna í fyrri hálfleik en Sergio Romero var vel á verði og United ledidi 1-0 í hálfleik. Eftir stundarfjórðung í síðari hálfleik jafnaði Derby. Lánsmaðurinn frá Liverpool, Harry Wilson, skoraði þá úr aukaspyrnu en markið var einkar fallegt. Allt jafnt. Ekki skánaði það fyrir United átta mínútum síðar, nánar tiltekið á 67. mínútu, er Romero fékk rautt spjald eftir að hann handlék knöttinn utan teigs. Lee Grant þurfti að koma í markið og United einungis tíu. Það var svo varamaðurinn Jack Marriott sem virtist vera að tryggja Derby sigurinn er hann kom Derby í 2-1. Hann fylgdi á eftir markvörslu Lee Grant og skallaði boltann í netið fjórum mínútum fyrir leikslok. Marouane Fellaini var ekki á sama máli. Á fjórðu mínútu uppbótartíma skallaði hann fyrirgjöf Dalot í netið og tryggði United þar af leiðandi vítaspyrnukeppni þar sem það er engin framlenging í Carabao-bikarnum. Fyrstu fimmtán spyrnurnar fóru í netið en sextándu spyrnuna varði Scott Carson frá Phil Jones og Derby er því komið áfram í næstu umferð. Frank Lampard hafði betur gegn sínum gamla læriföður, Jose Mourinho.Vítaspyrnukeppnin: Mason Mount skorar Romelu Lukaku skorar Florian Jozefzoon skorar Ashley Young skorar Harry Wilson skorar Marouane Fellaini skorar Jack Marriott skorar Fred skorar Bradley Johnson skorar Anthony Martial skorar Craig Bryson skorar Diego Dalot skorar Craig Forsyth skorar Nemanja Matic skorar Richard Keogh skorar Scott Carson ver frá Phil Jones
Fótbolti Mest lesið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira