Erlent

HIV smitum fjölgar verulega í Kína

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína.
HIV smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. EPA/CHRISTIAN BEUTLER
HIV veiru smitum hefur fjölgað um 14% í Kína. Meira en 820.000 manns eru greindir með HIV veiruna en 40.000 manns hafa verið greindir með HIV á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í frétt BBC um málið.

Meirihluti nýrra smita hefur komið til í gegnum kynmök sem er breyting frá því sem áður var. Áður fyrr smituðust fleiri af HIV veirunni við blóðgjafir.

HIV smit eru mjög stórt vandamál innan LGBT samfélagsins í Kína. Samkynhneigð var afglæpavædd árið 1997 í Kína en fordómar í garð fólks innan LGBT samfélagsins eru enn miklir.

Síðan 2003 hafa yfirvöld í Kína lofað aðgangi að HIV lyfjum sem leið til þess að takast á við þetta vandamál.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×