Trump-liðar ætla í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:01 John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC. Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar í hart gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum, ICC. Meðal annars ætla Bandaríkin að hóta að beita dómarar ICC viðskiptaþvingunum og er það vegna mögulegrar rannsóknar dómsstólsins á hugsanlegum stríðsglæpum bandarískra hermanna í Afganistan. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, mun kynna ætlanir ríkisstjórnarinnar á í ræðu hjá samtökunum Federalist Society, sem eru samtök íhaldssamra lögfræðinga í Bandaríkjunum.Reuters hefur séð frumrit af ræðu Bolton og þar segir að hann ætli sér að grafa undan trúverðugleika dómstólsins og að Bandaríkin muni berjast gegn honum af fullum krafti.„Bandaríkin munu beita öllum leiðum til að vernda borgara okkar og bandamanna okkar frá ósanngjarnri lögsókn þessa óviðurkennda dómstóls,“ mun Bolton segja. Hann mun einnig segja að dómstóllinn sé þegar „dauður“ í augum Bandaríkjanna. Þeir muni ekki hjálpa honum né aðstoða á nokkurn hátt. Þar að auki muni Bandaríkin reyna að gera milliríkjasamninga um að aðrar þjóðir megi ekki framselja Bandaríska ríkisborgara til dómstólsins og reyna að nota öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að draga úr áhrifum dómstólsins. Á sama tíma eru Bandaríkin að loka skrifstofu Palestínsku frelsishreyfingarinnar, (Palestine Liberation Organization eða PLO), í Washington og segja það vera vegna meintra tilrauna samtakanna til að fá Alþjóðlega sakamáladómstólinn til að rannsaka meinta stríðsglæpi Ísraelsmanna í Palestínu. „Bandaríkin munu ávalt standa með vinum okkar og bandamönnum í Ísrael,“ mun Bolton segja í ræðu sinni, samkvæmt Reuters. Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn er ætlað að rannsaka stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og þjóðarmorð, svo eitthvað sé nefnt. Hann var stofnaður í Róm árið 2002 og skrifuðu Bandaríkin ekki undir stofnsáttmálann í Róm. Þess í stað lýsti George W. Bush, þáverandi forseti Bandaríkjanna, því yfir að hann væri mótfallinn stofnun dómstólsins. Barack Obama, fyrrverandi forseti, tók þó nokkur skref í átt að auknu samstarfi með ICC.
Afganistan Bandaríkin Donald Trump Ísrael Palestína Tengdar fréttir Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14 Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19 Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02 Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Björguðu NATO-samningi frá Trump á bak við tjöldin Bandarískir og evrópskir embættismenn unnu saman að því að smíða yfirlýsingu NATO-fundar tímanlega til að minnka líkurnar á að Trump forseti setti hana í uppnám. 10. ágúst 2018 15:14
Segir valdarán yfirvofandi í Hvíta húsinu Fyrrum ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, Steve Bannon, segir aðsenda grein sem birtist í New York Times á dögunum benda til þess að valdarán sé yfirvofandi í Hvíta húsinu. 9. september 2018 15:19
Fox-liðum fjölgar í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að undanförnu ráðið fjölda fólks í Hvíta húsið sem hann hefur séð á Fox News, uppáhald sjónvarpsstöð hans, þar sem stefnumál hans og aðgerðir eru iðulega hyllt. 25. mars 2018 18:02
Nýr ráðgjafi Trump umdeildur John Bolton hefur talað opinberlega fyrir stríði við Íran og Norður-Kóreu og segir "hnattvæðingarsinna“ vera að ganga frá Bandaríkjunum. 23. mars 2018 14:30