Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2018 14:00 Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum. Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que será publicado dentro de una semana. La principal novedad es el empate en el primer puesto de la clasificación mundial, algo que nunca había sucedido antes. pic.twitter.com/G5x8MWNgOp — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 14, 2018Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum. Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum. Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira
Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum. Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum. Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.Os adelanto el TOP-70 del próximo Ranking FIFA que será publicado dentro de una semana. La principal novedad es el empate en el primer puesto de la clasificación mundial, algo que nunca había sucedido antes. pic.twitter.com/G5x8MWNgOp — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) September 14, 2018Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum. Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári. Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum. Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Sjá meira