Khan kallar eftir kosningu um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 16. september 2018 20:13 Sadiq Khan, borgarstjóri London. Vísir/EPA Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019. Brexit Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira
Borgarstjóri Lundúna, Sadiq Khan úr Verkamannaflokknum skrifar í dag grein í ritið the Guardian, þar kallaði hann eftir því að kosið verði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Khan segir að þó hann hafi alltaf barist fyrir því að Bretar haldi stöðu sinni innan ESB óbreyttri virði hann skoðun samlanda sinna og hefur því unnið með stjórnvöldum að því að ná bestu samningum við ESB varðandi útgönguna.Tíminn að renna út fyrir May Khan segir þó að Theresu May hafi mistekist í samningaviðræðum, bæði hafi henni ekki tekið að semja við samflokksmenn sína hvað þá við ESB. Umræðan hafi á köflum verið frekar um pólitíska hagsmuni Boris Johnson fyrrverandi utanríkisráðherra frekar en um hvað sé best fyrir Bretland. Khan segir að nú sé tíminn að renna út og tveir möguleikar séu í stöðunni. Slæmur samningur við ESB eða enginn samningur við ESB. Báðir möguleikarnir eru víðs fjarri frá því sem baráttumenn fyrir útgöngunni lofuðu kjósendum fyrir kosningarnar sumarið 2016. Að lokum segir Khan að eftir langa íhugun hafi hann ákveðið að almenningur verði að fá að hafa úrslitaáhrif, hvort það verði kosning milli lélegs samnings og áframhaldandi veru í ESB eða milli þess að ganga úr ESB án samnings eða að halda stöðunni óbreyttri.Tíminn kominn til að koma ákvörðunni í hendur almennings Khan segir að það geti ekki verið vilji fólksins að fara úr ESB og sjá fyrirtæki landsins eiga í erfiðleikum, að þjónusta versni og hagur almennings verði verri og verri. Tíminn sé kominn til að taka ákvörðunina úr höndunum á stjórnmálamönnunum og setja í hendur almennings. Upphaflega var kosið um Brexit sumarið 2016, þáverandi forsætisráðherra David Cameron hafði boðað til kosninganna vegna þrýstings frá samflokksmönnum í Íhaldsflokknum og vegna upprisu UKIP flokksins. Cameron var þó sjálfur andstæðingur útgöngunnar og sagði af sér eftir að meirihluti breskra kjósenda kusu með útgöngunni. Theresa May tók við stjórnartaumunum og hafa störf ríkisstjórnar hennar verið gagnrýnd harðlega. Einnig hefur verið talsvert rót á mannskap May og í júlí sagði utanríkisráðherrann Boris Johnson, einn helsti baráttumaður Brexit snögglega af sér. Gert er ráð fyrir því að öllu óbreyttu gangi Bretar úr ESB 29. maí 2019.
Brexit Mest lesið Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Sjá meira