Íslenski boltinn

Breiðablik Íslandsmeistari í sautjánda sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna.
Blikarnir fagna. vísir/daníel

Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn en liðið tryggði sér í kvöld sigurinn í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigur á Selfyssingum.

Það fór hrollur um einhverja Blika er Grace Rapp kom Selfoss yfir á 23. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Eitthvað hefur Þorsteinn Halldórsson sagt í hálfleik því allt annað var að sjá Blika í síðari hálfleik.

Markamaskínan Berglind Björg Þorvalsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu og innan við mínútu síðar kom Alexandra Jóhannsdóttir Blikum í 2-1.

Alexandra var ekki hætt því á 73. mínútu kom hún Breiðablik í 3-1 og tryggði því Blikum sautjánda Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta síðan 2015. Breiðablik því tvöfaldur meistari en liðið vann einnig Borgunarbikarinn.

Þetta er fyrsta tvennan hjá Blikum síðan 2005 en Breiðablik er á toppi deildarinnar, eðlilega, þegar ein umferð er eftir með 46 stig. Þór/KA er í öðru sætinu með 41 stig.

Alexandra skoraði tvö mörk í kvöld. vísir/daníel

ÍBV slátraði HK/Víking 5-1 í Eyjum en Eyjastúlkur eru í fimmta sætinu með 25 stig og geta ekki farið neðar eða ofar í síðustu umferðinni. HK/Víkingur enda í sætum sex, sjö eða átta.

Stjarnan rúllaði yfir fallið lið FH, 4-1, en Stjarnan er í þriðja sætinu og endar tímabilið þar. FH endar á botni Pepsi-deildarinnar með sex stig.

KR vann svo 2-1 sigur á Grindavík en með þeim úrslitum er ljóst að Grindavík spilar í Inkasso-deild kvenna á síðustu leiktíð. KR heldur sæti sínu í Pepsi-deildinni en meira má lesa um leikinn hér.

Frekari markaskorara má finna hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.