Íslenski boltinn

Breiðablik Íslandsmeistari í sautjánda sinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Blikarnir fagna.
Blikarnir fagna. vísir/daníel
Breiðablik er Íslandsmeistari í kvennaflokki í sautjánda sinn en liðið tryggði sér í kvöld sigurinn í Pepsi-deild kvenna með 3-1 sigur á Selfyssingum.

Það fór hrollur um einhverja Blika er Grace Rapp kom Selfoss yfir á 23. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Eitthvað hefur Þorsteinn Halldórsson sagt í hálfleik því allt annað var að sjá Blika í síðari hálfleik.

Markamaskínan Berglind Björg Þorvalsdóttir jafnaði metin á 50. mínútu og innan við mínútu síðar kom Alexandra Jóhannsdóttir Blikum í 2-1.

Alexandra var ekki hætt því á 73. mínútu kom hún Breiðablik í 3-1 og tryggði því Blikum sautjánda Íslandsmeistaratitilinn, þann fyrsta síðan 2015. Breiðablik því tvöfaldur meistari en liðið vann einnig Borgunarbikarinn.

Þetta er fyrsta tvennan hjá Blikum síðan 2005 en Breiðablik er á toppi deildarinnar, eðlilega, þegar ein umferð er eftir með 46 stig. Þór/KA er í öðru sætinu með 41 stig.

Alexandra skoraði tvö mörk í kvöld.vísir/daníel
ÍBV slátraði HK/Víking 5-1 í Eyjum en Eyjastúlkur eru í fimmta sætinu með 25 stig og geta ekki farið neðar eða ofar í síðustu umferðinni. HK/Víkingur enda í sætum sex, sjö eða átta.

Stjarnan rúllaði yfir fallið lið FH, 4-1, en Stjarnan er í þriðja sætinu og endar tímabilið þar. FH endar á botni Pepsi-deildarinnar með sex stig.

KR vann svo 2-1 sigur á Grindavík en með þeim úrslitum er ljóst að Grindavík spilar í Inkasso-deild kvenna á síðustu leiktíð. KR heldur sæti sínu í Pepsi-deildinni en meira má lesa um leikinn hér.

Frekari markaskorara má finna hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.