Innlent

Aðalmeðferð í máli Thomasar Møller kortlögð í Landsrétti á morgun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti.
Thomas Møller Olsen áfrýjaði dómnum sem hann hlaut fyrir að bana Birnu Brjánsdóttur til Hæstaréttar. Málið verður hins vegar tekið fyrir í Landsrétti. Vísir/Anton Brink
Undirbúningsþinghald í máli Thomasar Møller Olsen, sem var dæmdur í 19 ára fangelsi fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og umfangsmikið fíkniefnasmygl, fer fram í Landsrétti á morgun.Björgvin Jónsson hæstaréttarlögmaður og verjandi Thomasar segir í samtali við Vísi að þinghaldið á morgun sé undirbúningur fyrir aðalmeðferð málsins. Dagsetning aðalmeðferðar hefur þó ekki verið ákveðin.Sjá einnig: Segir útreikninga lögreglu ekki virka áreiðanlega á sigBjörgvin segir að í Landsrétti á morgun verði m.a. kortlagt hvaða vitni úr héraðsdómi muni þurfa að koma fyrir við aðalmeðferðina og hvaða skýrslur verði teknar fyrir. Bæði saksóknara og verjanda verður gefinn kostur á að koma sínum sjónarmiðum á framfæri í þeim efnum. Fyrst var gert ráð fyrir að þinghaldið færi fram 11. september en Björgvin fór fram á frest þar sem undirbúningstími hafi verið of knappur.

Thomas mætir ekki

Þá hefur verið greint frá nýjum vendingum í máli Thomasar frá því að dómur yfir honum var kveðinn upp í héraði. Þar á meðal er matsskýrsla dómskvadds haffræðings um það hvar líkama Birnu var komið fyrir í sjó.Aðspurður gerir Björgvin þó ekki ráð fyrir að hann leggi fram gögn við undirbúningsþinghaldið á morgun en fram hefur komið að bæði sækjandi og verjandi hygðust leggja fram viðbótargögn í málinu. Björgvin segist ekki vita hvort gagnaframlagning muni fara fram af hálfu ákæruvaldsins.Thomas Møller Olsen verður ekki viðstaddur undirbúningsþinghaldið í Landsrétti á morgun, að sögn Björgvins. Thomas hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan hann var handtekinn í janúar árið 2017.


Tengdar fréttir

Líkami Birnu settur í Ölfusá við Óseyrarbrú

Samkvæmt niðurstöðu matsskýrslu var líkama Birnu Brjánsdóttur komið fyrir lengra frá þeim stað en fyrr var talið. Verjandi Thomasar bað um matsgerðina vegna áfrýjunar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.