Pepsmörkin: Þjálfari Íslandsmeistaranna sakar dómara leiksins um óheiðarleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 10:00 Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals. Vísir/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu sérstaklega um ummæli þjálfara Íslandsmeistara Valsmanna eftir 3-3 jafntefli við KA á Akureyri í gær. Valsmenn töpuðu þarna tveimur dýrmætum stigum í toppbaráttunni en náðu að jafna metin í lokin. Þeir vildu hins vegar frá víti þegar Bjarni Ólafur Eiríksson datt í teignum og Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals sakaði dómara leiksins, Einar Inga Jóhannsson, um hlutdrægni í viðtali eftir leikinn. „Það er púra víti. Dómarinn er náttúrulega Stjörnumaður. Hann er fæddur og uppalinn í Stjörnuheimilinu nánast og auðvitað fór hann ekki að dæma víti fyrir okkur. Það gaf auga leið,“ sagði Ólafur í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Þetta voru ansi athyglisverð ummæli hjá þjálfara Íslandsmeistaranna Óla Jóh. Hann sakar dómara leiksins um óheiðarleika,“ sagði Hörður Magnússon og spurði Reynir Leósson um hvað honum fannst um þessi ummæli. „Það er margt sagt í hita leiksins eftir leik en ég held að menn verði að passa sig. Ég held að dómarinn hafi ekki verið inn á vellinum til að dæma gegn Val. Mér fannst heilt yfir hann komast nokkuð vel frá þessum leik,“ sagði Reynir Leósson. „Mér fannst illa að honum vegið með því að koma með þetta. Ég þekki ekki hvort hann sé Stjörnumaður eða ekki. Ef svo er þá er ekki gott hjá KSÍ að hafa sett hann á þennan mikilvæga leik. Ég held að það hafi ekkert endurspeglast í frammistöðu hans í þessum leik,“ sagði Reynir. „Toddi, þetta er lítið land. Var Einar settur í óþægilega stöðu,“ spurði Hörður síðan Þorvald Örlygsson. „Ef hann er Stjörnumaður þá er þetta óþarfi ef það er hægt að koma í veg fyrir það. Við búum í litlu landi og dómararnir eru tengdir félagi. Í dag fannst mér ekki vega á það að hann dæmdi eitthvað meira fyrir hönd KA eða Vals eða þá til að hjálpa Stjörnunni eitthvað. Mér fannst hann komast mjög vel frá þessum leik. Þetta var erfiður leikur,“ sagði Þorvaldur. Þeir félagar skoðuðu einnig vítaspyrnudóminn sem kallaði fram þessi viðbrögð hjá þjálfara toppliðsins. Það má sjá alla umfjöllunina hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann