Pepsimörkin: „Beið bara eftir öðru Bjarna Guðjóns mómenti þarna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. september 2018 14:00 Reynir Leósson og Þorvaldur Örlygsson. Mynd/S2 Sport Pepsimörkin fjölluðu mikið um leik KA og Vals í gærkvöldi en þessi fjörugi leikur hafði mikil áhrif á stöðu mála í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Valsmenn náðu að tryggja sér eitt stig í blálokin og héldu því toppsætinu en Hlíðarendaliðið tapaði þarna tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Stjörnuna. Meðal þess sem var tekið fyrir í uppgjörsþætti 19. umferðarinnar úr þessum skemmtilega leik var atvik í seinni hálfleiknum þegar Valsmenn voru að gefa boltann aftur á KA-menn. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, spurði þá Þorvald Örlygsson hvað hann væri að fara að sýna þeim. „Þarna sjáum við atvik sem er mjög skemmtilegt,“ sagði Þorvaldur en KA-menn kasta þá boltanum útaf af því að það liggur meiddur maður á vellinum. „Þetta er alltaf þessi gamla regla. Valsmenn rúlla honum til KA-manna aftur en KA-menn bíða lengi eftir því að taka boltann. Hvað ætla þeir að bíða lengi eftir því að taka boltann? Þeir eru síðan pressaðir af Guðjóni Pétri Lýðssyni sem á rétt á því,“ sagði Þorvaldur og hélt áfram: „Eina sem Hallgrímur gerir síðan er að bomba boltanum útaf hinum megin. Það er alltaf þessi spurning um hvenær þú átt að fá tíma. Það þorði enginn að taka af skarið. Ég beið bara eftir að það kæmi þarna annað Bjarna Guðjóns móment en sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Þorvaldur. Bjarni Guðjónsson skoraði frægt mark fyrir ÍA á móti Keflavík í júlí 2007 þegar Keflvíkingar héldu að hann ætlaði að sparka aftur til þeirra boltanum. Keflvíkingar urðu þá alveg brjálaðir en Bjarni hélt því fram að hann hafi ekki ætlað að skjóta á markið heldur gefa langan bolta á markvörð Keflavíkur. Það má sjá þetta atvik úr leiknum á Akureyrarvelli og umfjöllun Pepsimarkanna um það hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Pepsimörkin fjölluðu mikið um leik KA og Vals í gærkvöldi en þessi fjörugi leikur hafði mikil áhrif á stöðu mála í toppbaráttu Pepsi-deildarinnar. Valsmenn náðu að tryggja sér eitt stig í blálokin og héldu því toppsætinu en Hlíðarendaliðið tapaði þarna tveimur dýrmætum stigum í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn við Stjörnuna. Meðal þess sem var tekið fyrir í uppgjörsþætti 19. umferðarinnar úr þessum skemmtilega leik var atvik í seinni hálfleiknum þegar Valsmenn voru að gefa boltann aftur á KA-menn. Hörður Magnússon, umsjónarmaður Pepsimarkanna, spurði þá Þorvald Örlygsson hvað hann væri að fara að sýna þeim. „Þarna sjáum við atvik sem er mjög skemmtilegt,“ sagði Þorvaldur en KA-menn kasta þá boltanum útaf af því að það liggur meiddur maður á vellinum. „Þetta er alltaf þessi gamla regla. Valsmenn rúlla honum til KA-manna aftur en KA-menn bíða lengi eftir því að taka boltann. Hvað ætla þeir að bíða lengi eftir því að taka boltann? Þeir eru síðan pressaðir af Guðjóni Pétri Lýðssyni sem á rétt á því,“ sagði Þorvaldur og hélt áfram: „Eina sem Hallgrímur gerir síðan er að bomba boltanum útaf hinum megin. Það er alltaf þessi spurning um hvenær þú átt að fá tíma. Það þorði enginn að taka af skarið. Ég beið bara eftir að það kæmi þarna annað Bjarna Guðjóns móment en sem betur fer gerðist það ekki,“ sagði Þorvaldur. Bjarni Guðjónsson skoraði frægt mark fyrir ÍA á móti Keflavík í júlí 2007 þegar Keflvíkingar héldu að hann ætlaði að sparka aftur til þeirra boltanum. Keflvíkingar urðu þá alveg brjálaðir en Bjarni hélt því fram að hann hafi ekki ætlað að skjóta á markið heldur gefa langan bolta á markvörð Keflavíkur. Það má sjá þetta atvik úr leiknum á Akureyrarvelli og umfjöllun Pepsimarkanna um það hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ Handbolti McTominay hoppaði hærra en Ronaldo Fótbolti Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira