Erlent

Söngkona The Cranberries drukknaði

Birgir Olgeirsson skrifar
Dolores O'Riordan féll skyndilega frá 15. janúar síðastliðinn í London. Hún var 46 ára gömul.
Dolores O'Riordan féll skyndilega frá 15. janúar síðastliðinn í London. Hún var 46 ára gömul. Vísir/Getty
Dánarorsök söngkonunnar Dolores O´Riordan var drukknun. Greint er frá þessu á vef fréttastofu breska ríkisútvarpsins BBC en þar er vísað í rannsókn dánardómstjóra sem fengin var til að úrskurða um hvað það var sem dró söngkonuna til dauða í janúar síðastliðnum. 

Í niðurstöðu skýrslunnar kemur fram að hún hefði fundist á kafi í baði á hótelherbergi í London. Haft er eftir vitni í skýrslunni að O´Rirodan hefði drukkið umtalsvert magn af áfengi áður en hún lést. Engir áverkar fundust á líkama hennar.

Dánardómstjórinn segir í skýrslu sinni að dauðdaga hennar megi rekja til „hörmulegs slyss“.



O
´Riordan var söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries sem var saman komin í London til að sinna stuttu upptökuferli í hljóðveri í janúar síðastliðnum.

O´Riordan lætur eftir sig þrjú börn sem hún átti með Don Burton, fyrrverandi stjórnanda tónleikaferða hljómsveitarinnar Duran Duran.

Hún gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu. Bræðurnir Noel Hogan og Mike Hogan höfðu stofnað sveitina sem endaði á að selja rúmlega fjörutíu milljónir platna á heimsvísu með O´Riordan fremsta í flokki.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×