Íslenski boltinn

Hér liggur munurinn á Val og Stjörnunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik liðanna í gær.
Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, fær gula spjaldið í leik liðanna í gær. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Valur og Stjarnan gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar en Valur er samt með þriggja stiga forystu í efsta sæti deildarinnar. Vísir skoðaði nánar hvar munurinn liggur.

Valur og Stjarnan hafa bæði fengið tvö stig í innbyrðisleikjum liðanna í deildinni í sumar og þessi þriggja stiga munur myndaðist því í leikjunum á móti hinum tíu liðum deildarinnar.

Það er einkum frábært gengi Valsmanna gegn liðunum í efri hluta sem skilar liðinu efsta sætinu en Stjörnumönnum hefur gengið betur með liðin í neðri hlutanum.

Valsmenn hafa náð í 16 stig af 21 mögulegum á móti liðunum sem eru núna í 3. til 6. sæti Pepsi-deildarinnar. Það er ekki mikið hægt að kvarta yfir 76 prósent stiga í húsi á móti liðum eins og Breiðabliki, KR, FH og Grindavík.

Stjörnumenn hafa aftur á móti tapað dýrmætum stigum á móti bæði KR og Grindavík. Stjarnan vann engan af fjórum leikjum sínum á móti þeim, tapaði báðum leikjum sínum á móti KR og gerði svo tvö jafntefli við Grindavík.

Valsmenn hafa náð í sjö stig, fimm fleiri en Stjarnan, í leikjum sínum við KR og Grindavík. Grindvíkingar eru aftur á móti eina liðið sem hefur náð að vinna Íslandsmeistara Vals í Pepsi-deildinni í sumar.

Eina liðið fyrir utan Stjörnuna sem hefur hins vegar tekið stig í báðum leikjum sínum á móti Val er Fylkir. Liðin gerðu jafntefli í báðum leikjum sínum. Stjarnan tók aftur á móti sex stig út úr leikjum sínum við Árbæjarliðið.

Nú eru aðeins fjórar umferðir eftir af Pepsi-deildinni og Valsmenn eiga þrjú stig á Stjörnuna. Valur á eftir leiki við KA (úti), ÍBV (heima), FH (úti) og Keflavík (heima). Stjarnan á eftir leiki við Fjölni (úti), KA (heima), ÍBV (úti) og FH (heima).


Samanburður á stigasöfnun Vals og Stjörnunnar:

- Stig á móti liðum í efri hluta - Valur +5
Valur: 16 stig (76% af þeim í boði)
Stjarnan: 11 stig (52% af þeim í boði)

- Stig á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum - Stjarnan +4
Valur: 12 stig (67% af þeim í boði)
Stjarnan: 16 stig (89% af þeim í boði)

- Stig á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum -  Valur +2
Valur: 9 stig (100% af þeim í boði)
Stjarnan: 7 stig (78% af þeim í boði)


- Stig Valsmanna á móti öðrum liðum en Stjörnunni -

Á móti liðum í efri hluta: 16 stig (76% af þeim í boði)
3. Breiðablik 6 (3+3)
4. KR 4 (3+1)
5. FH 3 (3)
6. Grindavík 3 (3+0)
- Valur á eftir leik við FH (ú)

Á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum: 12 stig (67% af þeim í boði)
7. KA 3 (3)
8. ÍBV 3 (3)
9. Víkingur R. 4 (3+1)
10. Fylkir 2 (1+1)
- Valur á eftir leiki við KA (ú) og ÍBV (h)

Á móti liðum í fallsæti: 9 stig (100% af þeim í boði)
11. Fjölnir 6 (3+3)
12. Keflavík 3 (3)
- Valur á eftir leik við Keflavík (h)


- Stig Stjörnunnar á móti öðrum liðum en Val -

Á móti liðum í efri hluta: 11 stig (52% af þeim í boði)
3. Breiðablik 6 (3+3)
4. KR 0 (0+0)
5. FH 3 (3)
6. Grindavík 2 (1+1)
- Stjarnan á eftir leik við FH (h)

Á móti liðum í neðri hluta en í öruggum sætum: 16 stig (89% af þeim í boði)
7. KA 3 (3)
8. ÍBV 3 (3)
9. Víkingur R. 4 (1+3)
10. Fylkir 6 (3+3)
- Stjarnan á eftir leiki við KA (h) og ÍBV (ú)

Á móti liðum í fallsæti: 7 stig (78% af þeim í boði)
11. Fjölnir  3 (3)
12. Keflavík  4 (3+1)
- Stjarnan á eftir leik við Fjölni (ú)


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.