Léttur Óli Jóh skaut á Rúnar eftir leik: „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 14:45 S2 Sport Íslandsmeistarar Vals gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í einum af stórleikjum sumarsins í Pepsi deildinni í gær. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var léttur eftir leikinn. Hörður Magnússon og sérfræðingar úr Pepsimörkunum voru á Samsung vellinum í gær og fengu Ólaf til sín eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa verið nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik þá fannst mér eins og við værum bara að bíða. Eftir hverju, ég veit það ekki. Eftir því að leikurinn væri búinn kannski,“ sagði Ólafur. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik en Eyjólfur Héðinsson jafnaði metinn áður en hálfleikurinn var úti. „Seinni part seinni hálfleiksins þá fannst mér við vera yfir í leiknum, en þetta eru tvö frábær lið svo það þarf lítið til þess að tapa leiknum.“ Úrslit leiksins voru betri fyrir Val en Stjörnuna, Valur er með þriggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.Það var smá hiti í mönnum á hliðarlínunni en Ólafi fannst dómgæslan hafa verið til fyrirmyndar í leiknum. „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni, þeir eru það nú alltaf. Rúnar er náttúrulega kolvitlaus,“ skaut Ólafur á kollega sinn Rúnar Pál Sigmundsson. „Fékk hann ekki rautt spjald hérna í fyrra? Við vorum rólegir við Bjössi [Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals].“ Á meðal sérfræðinganna í gær var Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari. Hörður spurði Ólaf hvort hann saknaði Gunnars úr dómgæslunni og var hann alveg á því. „Ég get alveg sagt það hreint út að ég vil frekar hafa hann í dómgæslu en þessu sem hann er í núna,“ svaraði Ólafur við mikla kátínu sérfræðinganna. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Íslandsmeistarar Vals gerðu 1-1 jafntefli við Stjörnuna í einum af stórleikjum sumarsins í Pepsi deildinni í gær. Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, var léttur eftir leikinn. Hörður Magnússon og sérfræðingar úr Pepsimörkunum voru á Samsung vellinum í gær og fengu Ólaf til sín eftir leikinn. Hann sagðist ekki hafa verið nógu ánægður með spilamennsku sinna manna í leiknum. „Sérstaklega í fyrri hálfleik þá fannst mér eins og við værum bara að bíða. Eftir hverju, ég veit það ekki. Eftir því að leikurinn væri búinn kannski,“ sagði Ólafur. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Val yfir í fyrri hálfleik en Eyjólfur Héðinsson jafnaði metinn áður en hálfleikurinn var úti. „Seinni part seinni hálfleiksins þá fannst mér við vera yfir í leiknum, en þetta eru tvö frábær lið svo það þarf lítið til þess að tapa leiknum.“ Úrslit leiksins voru betri fyrir Val en Stjörnuna, Valur er með þriggja stiga forskot á Stjörnuna á toppi deildarinnar þegar fjórar umferðir eru eftir.Það var smá hiti í mönnum á hliðarlínunni en Ólafi fannst dómgæslan hafa verið til fyrirmyndar í leiknum. „Þeir eru svo stressaðir þarna í Stjörnunni, þeir eru það nú alltaf. Rúnar er náttúrulega kolvitlaus,“ skaut Ólafur á kollega sinn Rúnar Pál Sigmundsson. „Fékk hann ekki rautt spjald hérna í fyrra? Við vorum rólegir við Bjössi [Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari Vals].“ Á meðal sérfræðinganna í gær var Gunnar Jarl Jónsson, fyrrum dómari. Hörður spurði Ólaf hvort hann saknaði Gunnars úr dómgæslunni og var hann alveg á því. „Ég get alveg sagt það hreint út að ég vil frekar hafa hann í dómgæslu en þessu sem hann er í núna,“ svaraði Ólafur við mikla kátínu sérfræðinganna.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Stjarnan - Valur 1-1 │Stórmeistarajafntefli Stjarnan og Valur skildu jöfn í toppslagnum. 29. ágúst 2018 22:00