Íslenski boltinn

Bjerregaard farinn aftur til Danmerkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi.
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi. vísir/andri
KR hefur rift samningi sínum við danska framherjann Andre Bjerregaard og er hann farinn aftur til Danmerkur. Rúnar Kristinsson staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

„Það var samkomulag á milli okkar að rifta samningi,“ er haft eftir Rúnari í grein Fótbolta.net.

Bjerregaard kom til KR um mitt sumar í fyrra. Hann skoraði fjögur mörk í 10 deildarleikjum í fyrra. Í sumar er hann einnig kominn með fjögur mörk en í 16 leikjum. Hann hefur ekkert komið við sögu í síðustu tveimur leikjum KR.

KR er fjórða sæti Pepsi deildarinnar með 30 stig, þremur stigum meira en FH, þegar fjórar umferðir eru eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×