Íslenski boltinn

Bjerregaard farinn aftur til Danmerkur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi.
Bjerregaard er hér í leik með KR gegn Víkingi. vísir/andri

KR hefur rift samningi sínum við danska framherjann Andre Bjerregaard og er hann farinn aftur til Danmerkur. Rúnar Kristinsson staðfesti þetta við Fótbolta.net í dag.

„Það var samkomulag á milli okkar að rifta samningi,“ er haft eftir Rúnari í grein Fótbolta.net.

Bjerregaard kom til KR um mitt sumar í fyrra. Hann skoraði fjögur mörk í 10 deildarleikjum í fyrra. Í sumar er hann einnig kominn með fjögur mörk en í 16 leikjum. Hann hefur ekkert komið við sögu í síðustu tveimur leikjum KR.

KR er fjórða sæti Pepsi deildarinnar með 30 stig, þremur stigum meira en FH, þegar fjórar umferðir eru eftir.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.