Erlent

Turnbull búinn að missa meirihlutann eftir enn eina afsögnina

Atli Ísleifsson skrifar
Malcolm Turnbull tók við embætti forsætisráðherra Ástralíu árið 2015.
Malcolm Turnbull tók við embætti forsætisráðherra Ástralíu árið 2015. Vísir/afp

Stjórn Malcolm Turnbull, forsætisráðherra Ástralíu, hefur misst meirihluta sinn á þingi eftir enn einn þingmaðurinn hefur neyðst til að segja af sér vegna reglna um að þingmönnum er meinað að vera með tvöfalt ríkisfang.

Þingmaðurinn John Alexander, sem er fyrrverandi tennisstjarna, sagðist ætla segja af sér þar sem hann „gæti ekki lengur staðið í þeirri trú“ að hann væri einungis með ástralskt ríkisfang.

Stjórnarskrá landsins kveður á um að þingmenn megi ekki vera með tvöfalt ríkisfang. Umræðan í kringum þetta ákvæði stjórnarskrárinnar hefur þegar leitt til afsagnar aðstoðarforsætisráðherra landsins og fimm þingmanna til viðbótar.

Í frétt BBC kemur fram að Turnbull ætli ekki að boða til kosninga þar sem hann segist njóta stuðnings tveggja óháðra þingmanna.

Hæstiréttur Ástralíu komst að þeirri niðurstöðu í síðasta mánuði að aðstoðarforsætisráðherrann Barnaby Joyce, sem á föður sem fæddist í Nýja-Sjálandi, auk hinna þingmannanna hafi brotið kosningareglur varðandi ríkisborgararétt.

Stjórnarflokkarnir, undir forystu Frjálslynda flokksins, eru nú með 74 þingmenn, en Jafnaðarmannaflokkurinn, sem er í stjórnarandstöðu er með 69 þingmenn. Þá eru fimm óháðir þingmenn.


Tengdar fréttir

Gátan um Barnaby ráðin

Ástralski aðstoðarforsætisráðherrann Barnaby Joyce og fjórir aðrir þingmenn á ástralska þinginu hafa verið sviptir þingsætum sínumAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.