Microsoft segist hafa stöðvað rússneska tölvuþrjóta Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2018 10:48 Hakkarahópurinn Fancy Bear stóð einnig að tölvuárásum á Demókrataflokkinn fyrir forsetakosningarnar árið 2016. Vísir/Getty Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
Tæknirisinn Microsoft segist hafa komið í veg fyrir tilraun rússneskra tölvuþrjóta til að gera árásir á hópa bandarískra íhaldsmanna. Hakkararnir hafi reynt að stela gögnum frá íhaldssömum stjórnmálasamtökum og hugveitum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við því að útsendarar rússneskra stjórnvalda gætu aftur reynt að hafa áhrif á kosningar í haust líkt og þeir gerðu í aðdraganda forsetakosninganna fyrir tveimur árum. Kosið verður til Bandaríkjaþings í nóvember. Í bloggfærslu um tilraun tölvuþrjótana sem var stöðvuð varar Microsoft við því að hún gæti verið upphafið á svonefndum vefveiðum (e. phishing) þeirra. Þær ganga út á að gabba netnotendur inn á vefsíður í þeim tilgangi að stela aðgangsupplýsingum þeirra. Slóðir og útlit svikavefsíðnanna eru látin líkjast frummyndinni sem mest. Microsoft segir að Flotti björn (e. Fancy Bear), hópur hakkara, hafi staðið að árásinni nú. Fyrirtækið hafi lokað 84 síðum sem hópurinn hafi stofnað undanfarin tvö ár. Tólf Rússar sem ákærðir voru í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, fyrir tölvuárásir fyrir kosningarnar árið 2016 tilheyra meðal annars hópnum og leyniþjónustu rússneska hersins. „Við höfum áhyggjur af því að þessi og aðrar tilraunir ógni öryggi sístækkandi mengi hópa sem tengjast báðum bandarísku stjórnmálaflokkunum í aðdraganda kosninganna 2018,“ segir Microsoft.New York Times leiðir að því líkur að sumir hóparnir hafi orðið að skotmarki hakkaranna vegna þess að þeir hafi snúið bakinu við Donald Trump Bandaríkjaforseta og kallað eftir frekari refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir 12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03 Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Erlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Fleiri fréttir Aukin andstaða í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sjá meira
12 Rússar ákærðir vegna Mueller rannsóknarinnar Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna tilkynnti í dag um að 12 rússneskir ríkisborgarar hefðu verið ákærðir grunaðir um að hafa meðal annars brotist inn á tölvukerfi demókrataflokksins. 13. júlí 2018 18:43
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Notuðu falska Twitter-reikninga til að ýta undir deilur Útsendarar ríkisstjórnar Rússlands notuðu Twitter-reikninga ímyndaðs svarts fólks til þess að ýta undir kynþáttadeilur í Bandaríkjunum í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra. 29. september 2017 12:03