Enski boltinn

Ian Wright: Ekkert annað í stöðunni en að Mourinho verði rekinn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
José Mourinho er í vandræðum.
José Mourinho er í vandræðum. vísir/getty
Ian Wright, fyrrverandi landsliðsframherji Englands sem starfar sem sérfræðingur BBC í dag um fótbolta, sér ekkert annað í stöðunni en að José Mourinho verði látinn fara frá Manchester United ef ekkert breytist þar á bæ.

Portúgalinn og lærisveinar hans hafa fengið mikla gagnrýni fyrir 3-2 tap gegn Brighton um helgina en megn óánægja virðist vera á Old Trafford með ýmislegt, allt frá stjórnarformanninum til stuðningsmanna.

„Það eru vandamál á toppnum hjá Ed Woodward. Hann er óánægður, stjórinn er óánægður, leikmennirnir eru óánægðir og stuðningsmennirnir eru óánægðir. Eitthvað verður að láta undan á endanum,“ segir Wright í mikilli eldræðu um United sem má sjá hér að neðan.

„Ef þetta heldur áfram svona hjá Manchester United missir það alfarið af lestinni sama hversu mikinn pening félagið græðir. Ég sé ekkert annað í stöðunni en að José Mourinho missi starfið.“

„Stuðningsmenn liðsins eru byrjaðir að kalla eftir því að hann verði látinn fara. Hvernig er ekki hægt að reka hann ef ekkert breytist? Leikmennirnir virðast allavega ekki geta komist í gang,“ segir Ian Wright.


Tengdar fréttir

Þessir tveir mynda besta miðvarðarparið undir stjórn Jose Mourinho

Varnarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vildi endilega kaupa miðvörð/miðverði í sumar og liðið fékk síðan á sig þrjú mörk á móti Brighton um síðustu helgi þar sem miðvarðarparið átti slakan leik.

Mikið mun mæða á Mourinho næstu daga

Öllu léttara verður yfir í bláa enda Manchester-borgar, en Man­chester City rótburstaði Huddersfield Town, en þar lék Sergio Agüero og skoraði þrjú marka liðsins í 6-1-sigri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×