Enski boltinn

Fred: Verðum að vinna Tottenham ef við ætlum að vinna deildina

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Fred the red.
Fred the red. vísir/getty
Brasilíski miðjumaðurinn Fred, leikmaður Manchester United, segir að hann og hans menn verði að vinna Tottenham á mánudagskvöldið ef þeir ætli að sýna og sanna að United geti unnið ensku úrvalsdeildina.

United tapaði óvænt fyrir Brighton, 3-2, um síðustu helgi og hefur fengið mikla gagnrýni alla vikuna úr öllum áttum. Liðið er með þrjú stig á sama tíma og City, Liverpool, Tottenham og Chelsea eru öll með fullt hús stiga.

„Þetta er mjög mikilvægur leikur,“ segir Fred í viðtali við Sky Sports en liðin mætast á Old Trafford á mánudagskvöldið.

„Við erum búnir að leggja hart að okkur í vikunni og einbeita okkur að þessum leik. Við viljum vinna fyrir okkar stuðningsmenn. Við vitum að Tottenham er frábært lið en við verðum að vinna ef við ætlum að vinna deildina,“ segir Fred.

Brassinn viðurkennir að United var einfaldlega slakara liðið um síðustu helgi þegar að að tapaði fyrir Brighton.

„Enska úrvalsdeildin er frábær. Það eru mörg góð lið í henni og Brighton var betra en Man. United. Það náði inn mörkum snemma sem við gerðum ekki og við náðum aldrei að jafna okkur á því,“ segir Fred.


Tengdar fréttir

United þarf að borga rúman milljarð til að reka Mourinho

Sæti Jose Mourinho er orðið mjög heitt og verður hann fyrsti stjórinn til þess að missa starf sitt í vetur ef marka má veðbanka á Englandi. Gangi það eftir mun veski forráðamanna Manchester United léttast umtalsvert því það mun kosta fúlgur fjár að reka Mourinho.

Þessir tveir mynda besta miðvarðarparið undir stjórn Jose Mourinho

Varnarleikur Manchester United hefur verið mikið í umræðunni. Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho vildi endilega kaupa miðvörð/miðverði í sumar og liðið fékk síðan á sig þrjú mörk á móti Brighton um síðustu helgi þar sem miðvarðarparið átti slakan leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×