Páfinn tjáir sig ekki Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. ágúst 2018 06:22 Mótmælendur í Dyflinni beindu spjótum sínum að páfanum. Vísir/EPA Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013. Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Frans Páfi ætlar ekki að tjá sig um ásakanir þess efnis að hann hafi vitað af kynferðisbrotum innan kaþólsku kirkjunnar. Fyrrverandi sendiherra Vatíkansins steig fram á dögunum og kallað eftir afsögn páfans vegna meintrar vitneskju og yfirhylmingar hans á brotunum. Páfinn var spurður út í málið af blaðamönnum á Írlandi, þar sem hann hefur varið helginni. Svar hans var á þá leið að hann ætlaði sér ekki að tjá sig um hina 11 blaðsíðna löngu yfirlýsingu sem ítalski erkibiskupinn Carlo Maria Vigano sendi frá sér. Þar sakaði hann Frans um að að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans Theodore McCarrick frá árinu 2013 en Frans samþykkti afsögn McCarrick í síðasta mánuði. „Í einlægni segi ég við ykkur, og alla áhugasama: Lesið bréfið vandlega og dæmið það sjálf,“ sagði páfinn í samtali við írska blaðamenn og bætti við: „Ég mun ekki segja eitt orð um þetta. Ég tel að yfirlýsingin tali sínu máli.“Breska ríkisútvarpið veltir fyrir sér hvort að yfirlýsing Vigano kunni að vera hluti af „samhæfðri árás íhaldsmanna innan kaþólska stigveldsins.“ Þeir eru taldir hafa horn í síðu Frans, sem af mörgum er flokkaður meðal frjálslyndari páfa sem fram hafa komið. „Þið hafið nægar forsendur til að draga ályktanir. Þegar smá tími hefur liðið og þið eruð komin að niðurstöðu, þá getum við kannski rætt málin,“ sagði Frans páfi á Írlandi. Vigano var skipaður sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum árið 2011 af Benedikt páfa XVI. en sagði af sér vegna aldurs árið 2016. Áður hafði hann gegnt sama hlutverki fyrir Páfagarð í Nígeríu. Segi Páfi af sér yrði hann eingöngu þriðji páfinn síðan á 13.öld til að segja af sér og yrði hann annar páfinn í röð til að segja af sér en Benedikt XVI. sagði af sér vegna heilsu og aldur árið 2013.
Tengdar fréttir Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17 Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19 Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Sjá meira
Páfi fundaði með þolendum kynferðislegs ofbeldis Frans páfi segist skammast sín fyrir hversu illa Kaþólsku kirkjunni hefur gengið að taka á hinu "viðurstyggilegu“ kynferðislega ofbeldi sumra presta kirkjunnar. 25. ágúst 2018 22:17
Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins. 26. ágúst 2018 16:19
Fyrrum sendiherra Vatíkansins kallar eftir afsögn Páfa Hinn ítalski erkibiskup Carlo Maria Vigano sendi frá sér yfirlýsingu á fjölmiðla þar sem hann sakar Frans Páfa um að hafa vitað af kynferðisbrotum bandaríska kardinálans 26. ágúst 2018 09:54