Erlent

Írar gengu til minningar um fórnarlömb kaþólsku kirkjunnar

Andri Eysteinsson skrifar
Hundruðir söfnuðust saman í nágrenni munaðarleysingjahælisins.
Hundruðir söfnuðust saman í nágrenni munaðarleysingjahælisins.
Hundruðir Íra tóku þátt í mótmælagöngu í gegnum bæinn Tuam í Írlandi í dag til minningar um 800 börn sem létust á munaðarleysingjahæli kaþólsku kirkjunnar og voru grafin í fjöldagröf á landi hælisins.

Gangan sem fór fram skammt frá Knock helgidómnum sem Frans páfi heimsótti fyrr í dag.

Mótmælendur gengu um bæinn og lásu upp nöfn og aldur barnanna sem létust milli 1925 og 1961 í Bon Secours munaðarleysingjahælinu í Tuam í vestur Írlandi.

Kveikt var á kertum og hundruðir lítilla skópara voru lögð við hlið lítillar hvítrar kistu til að minnast barnanna.

Börn sem dvöldu í munaðaleysingjahælinu voru tekin af heimilum sínum af kaþólsku kirkjunni vegna ógiftra mæðra þeirra.

Frans páfi sem liggur nú undir mikilli gagnrýni vegna yfirlýsingar fyrrum sendiherra Páfagarðs í Bandaríkjunum, fordæmdi þennan verknað kirkjunnar á meðan að á heimsókn hans til Knock helgidómsins stóð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×