Þetta var stærsta tap Jose Mourinho á heimavelli á knattspyrnustjóraferlinum en það fór eitthvað mjög illa í hann þegar hann var spurður út í þýðingu þess að tapa 3-0 á Old Trafford.
Mourinho skellti sér í góða gamla hrokagírinn og rifjaði upp meistaratitla sína með Chelsea-liðinu.
„Ertu að spyrja út í úrslitin? 3-0. Veistu þú hvað það þetta þýðir? Þrír meistaratitlar og ég hef unnið ensku úrvalsdeildina oftar en allir hinir nítján stjórarnir til samans. Þrír hjá mér en bara tveir hjá þeim ... virðing!, virðing!, virðing maður!, virðing!,“ sagði Jose Mourinho og strunsaði síðan út af blaðamannafundinum.
Það mátti jafnvel heyra smá hlátur í hópi blaðamanna enda framkoma knattspyrnustjórans meira en brosleg.
Það má síðan sjá framkomu Jose Mourinho á blaðamannafundinum hér fyrir neðan.
It was a passionate news conference last night pic.twitter.com/6WnmuiUdU5
— BBC Sport (@BBCSport) August 28, 2018
Ensku miðlarnir hafa heldur ekkert klikkað á því að segja frá endalokum blaðamannafundarins í gærkvöldi.
Þetta var annað tap Manchester United liðsins í röð og liðið hefur fengið þrjú mörk á sig í báðum leikjunum. Í gær náði liðið heldur ekki að skora á heimavelli auk þess að fá á sig þessi þrjú mörk.
Tapið þýðir að Manchester United er í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með þrjú stig en fjögur lið hafa fengið sex stigum meira og meðal þeirra eru Liverpool, Chelsea og Tottenham.
"I won more Premier Leagues alone than the other 19 managers together. Three for me. Two for them!"
Jose Mourinho walks out of press conference demanding 'respect'https://t.co/EVZJwS7qwbpic.twitter.com/pBRG5KUT9W
— Telegraph Football (@TeleFootball) August 28, 2018
JOSE STORMS OUT OF PRESSER
"What was the result? 3-0. Do you know what this means? Three Premierships, and I won more Premierships alone, than the other 19 managers together. Three for me, and two for them...
"Respect! Respect! Respect, man! Respect!"https://t.co/ygsKe5endvpic.twitter.com/fo0LJrvZ0O
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 28, 2018